Innlent

Börnin segjast hrædd í strætó

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þjónustufulltrúar í strætisvögnum í Hafnarfirði eru sagðir hafa skotið börnum skelk í bringu.
Þjónustufulltrúar í strætisvögnum í Hafnarfirði eru sagðir hafa skotið börnum skelk í bringu. Fréttablaðið/Stefán
„Foreldraráði hafa borist tilkynningar um að börn virðist hrædd við starfsmenn Strætó og leita frekar til unglinga sem eru í vagninum eftir leiðbeiningum heldur en til starfsmanna,“ sagði foreldraráð Hafnarfjarðar í bréfi til bæjaryfirvalda í vor.

Í svari bæjarins sem lagt var fram í gær segir mjög lítið hafi borist af kvörtunum vegna umræddra þjónustufulltrúa sem sitja fremst í vögnunum. Fundin hafi verið leið til að bæta úr þeim kvörtunum sem bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×