Innlent

Óvíst hvar versta veðrið verður

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Viðbúnaður vegna veðurs. Liðsmenn hálendisgæslu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi koma tryggum festingum á rafstöð sem knýr farsíma- og Tetra-kerfissenda á Vaðöldu í 900 metra hæð norðan Vatnajökuls.
Viðbúnaður vegna veðurs. Liðsmenn hálendisgæslu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi koma tryggum festingum á rafstöð sem knýr farsíma- og Tetra-kerfissenda á Vaðöldu í 900 metra hæð norðan Vatnajökuls. Fréttablaðið/Vilhelm
Óvíst er hvar á landinu veður verður verst í lok vikunnar, en Veðurstofa Íslands gerir enn ráð fyrir vonskuveðri.

Í tilkynningu Almannavarna ríkislögreglustjóra er bent á að breytingar hafi orðið á fyrri spám og vindstrengurinn færst nokkuð vestar.

„Enn er spáin að breytast og er gert ráð fyrir að lægðin sem gengur yfir dýpki mjög hratt. Nokkur óvissa er um í hvaða landshluta veðrið verður verst, en gera má ráð fyrir slæmu veðri víða á landinu. Einnig má búast við ísingu þegar kólnar,“ segir þar.

Bændur á Norðurlandi eru flestir að smala fé sínu til byggða, en enn þá er blíðskaparverður á fjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×