Segir póstþjónustu á búðarkassa asnalega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2013 08:45 Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, segir að þótt miklar annir séu búðinni sé póstþjónustan þar í lagi. „Ég held varla að það sé möguleiki á því að menn hafi sett þetta niður með asnalegri hætti heldur en hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um fyrirkomulag póstafgreiðslu í versluninni Kjarval í Vík. Að sögn Ásgeirs var afgreiðsla Íslandspósts í Vík þar til í fyrravetur í höndum bókhaldsfyrirtækis í þorpinu. Þar hafi verið opið frá níu til fjögur eins og í venjulegum póstafgreiðslum. Nú sé aðeins opið fyrir póstinn frá ellefu til þrjú í Kjarval. Sveitarstjórninni gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega í bókun og krefst þess að strax verði bætt úr. „Ekki aðeins var afgreiðslutíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póstþjónustunni er algerlega ófullnægjandi,“ segir sveitarstjórnin.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta sem er verið að veita okkur,“ segir Ásgeir sem kveður heimamenn sömuleiðis ósátta við hversu lítil verslunin sé yfirhöfuð. Sveitarstjórnin vill að búðin verði stækkuð. „Þessi verslun getur alveg annað því fólki sem hér býr undir venjulegum kringumstæðum en hún gerir það engan vegin á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búðina af því að það er svo mikið að gera,“ segir sveitarstjórinn. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, kveðst undrast hversu hvassyrt sveitarstjórnin sé. „Þetta gengur held ég alveg nánast upp. Mér finnst menn vera að blása þetta ótrúlega mikið upp,“ segir Pálmi. „Það vita náttúrlega allir að búðin er sprungin miðað við traffíkina á sumrin. En það er bara einn fimmti hluti alls ársins.“ Pálmi bendir á að Kaupás, móðurfélag Kjarvals, sé í söluferli um þessar mundir. „Þannig að það er örugglega í bið að menn séu að spá í að stækka verslunina hér,“ segir Pálmi. Það sé hins vegar hans skoðun að ýmissa breytinga sé þörf, til dæmis að flytja búðina í stærra húsnæði. „Það væri örggulega gaman fyrir marga að sjá lagerplássið á sumrin hjá mér." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
„Ég held varla að það sé möguleiki á því að menn hafi sett þetta niður með asnalegri hætti heldur en hér,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um fyrirkomulag póstafgreiðslu í versluninni Kjarval í Vík. Að sögn Ásgeirs var afgreiðsla Íslandspósts í Vík þar til í fyrravetur í höndum bókhaldsfyrirtækis í þorpinu. Þar hafi verið opið frá níu til fjögur eins og í venjulegum póstafgreiðslum. Nú sé aðeins opið fyrir póstinn frá ellefu til þrjú í Kjarval. Sveitarstjórninni gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega í bókun og krefst þess að strax verði bætt úr. „Ekki aðeins var afgreiðslutíminn styttur til muna, heldur er póstafgreiðslunni troðið við hliðina á búðarkassa í verslun Kjarvals í Vík og aðgengi að póstþjónustunni er algerlega ófullnægjandi,“ segir sveitarstjórnin.Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er náttúrlega engin þjónusta sem er verið að veita okkur,“ segir Ásgeir sem kveður heimamenn sömuleiðis ósátta við hversu lítil verslunin sé yfirhöfuð. Sveitarstjórnin vill að búðin verði stækkuð. „Þessi verslun getur alveg annað því fólki sem hér býr undir venjulegum kringumstæðum en hún gerir það engan vegin á háannatíma ferðaþjónustunnar. Það er kvíðvænlegt að fara í búðina af því að það er svo mikið að gera,“ segir sveitarstjórinn. Pálmi Kristjánsson, verslunarstjóri í Kjarval, kveðst undrast hversu hvassyrt sveitarstjórnin sé. „Þetta gengur held ég alveg nánast upp. Mér finnst menn vera að blása þetta ótrúlega mikið upp,“ segir Pálmi. „Það vita náttúrlega allir að búðin er sprungin miðað við traffíkina á sumrin. En það er bara einn fimmti hluti alls ársins.“ Pálmi bendir á að Kaupás, móðurfélag Kjarvals, sé í söluferli um þessar mundir. „Þannig að það er örugglega í bið að menn séu að spá í að stækka verslunina hér,“ segir Pálmi. Það sé hins vegar hans skoðun að ýmissa breytinga sé þörf, til dæmis að flytja búðina í stærra húsnæði. „Það væri örggulega gaman fyrir marga að sjá lagerplássið á sumrin hjá mér."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira