Innlent

Nítján skemmtiferðaskip ókomin

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sífellt fleiri skemmtiferðaskipum er stefnt til Íslands.
Sífellt fleiri skemmtiferðaskipum er stefnt til Íslands. Fréttablaðið/Stefán
Þótt styttist í lok ágústmánaðar og sumri sé tekið að halla er enn von á nítján skemmtiferðaskipum sem skráð eru til hafnar í Reykjavík frá og með næsta sunnudegi.



Risaskipin Adventure of the Seas og Caribbean Princess verða hér til dæmis hér 4. og 5. september. Alls eru 83 skemmtiferðaskip skráð hjá Faxaflóahöfnum þetta árið. Síðast leggur Carnival Legend að bryggju 1. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×