Farðar á daginn og kennir á kvöldin Sara McMahon skrifar 23. ágúst 2013 10:00 Steinunn Þórðardóttir er einn virtasti förðunarfræðingur landsins. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held utan um kennsluna, kennsluefnið og námsskrána og svo ætla ég að sjálfsögðu að kenna líka,“ segir Steinunn Þórðardóttir, förðunarfræðingur. Hún hefur nú tekið við stöðu skólastjóra förðunardeildar Elite Fashion Academy. Í skólanum er hægt að sækja námskeið í förðun og ljósmyndun auk námskeiða fyrir stílista og fyrirsæta. Námskeiðunum er svo öllum tvinnað saman svo að nemendur fái að kynnast því hvernig sé að vinna innan tískugeirans. “Við vorum líka að taka inn vörur frá merkinu Make Up Forever þannig að nemendur læra strax að farða með frábærum vörum ætluðum fagmönnum.” Steinunn er einn virtasti förðunarfræðingur landsins og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2004. Hún lýsir starfinu sem bölvuðu harki en tekur fram að það sé einnig stórkostlega skemmtilegt. „Ég hef verið mjög heppin með verkefni fram að þessu. Ég byrjaði sjálf í tískuförðun fyrir prentauglýsingar, færði mig svo yfir í sjónvarpsauglýsingar og þaðan í kvikmyndir. Svartur á leik var mín fyrsta kvikmynd og nú er ég að vinna við sjöttu myndina mína,“ segir Steinunn, en hún var meðal annars tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir förðun fyrir kvikmyndina Svartur á leik.Steinunn við tökur fyrir Nikita í Míamí.Mynd/Börkur SigþórssonSteinunn hyggst sinna starfi förðunarfræðings áfram samhliða því að stýra Elite Fashion Academy. „Ég tel mikilvægt að fólk fái kennara sem hafi nóg að gera og hafi ekki staðnað í starfi. Ég held því áfram að vinna sem sminka á daginn og verð skólastjóri á kvöldin,“ segir hún og bætir hlæjandi við: „Svo kenni ég jóga þess á milli, svo ég fái smá jarðtenginu.“ Námið hefst á mánudag og enn eru örfá pláss laus. Hægt er að skrá sig á heimasíðu skólans. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Ég held utan um kennsluna, kennsluefnið og námsskrána og svo ætla ég að sjálfsögðu að kenna líka,“ segir Steinunn Þórðardóttir, förðunarfræðingur. Hún hefur nú tekið við stöðu skólastjóra förðunardeildar Elite Fashion Academy. Í skólanum er hægt að sækja námskeið í förðun og ljósmyndun auk námskeiða fyrir stílista og fyrirsæta. Námskeiðunum er svo öllum tvinnað saman svo að nemendur fái að kynnast því hvernig sé að vinna innan tískugeirans. “Við vorum líka að taka inn vörur frá merkinu Make Up Forever þannig að nemendur læra strax að farða með frábærum vörum ætluðum fagmönnum.” Steinunn er einn virtasti förðunarfræðingur landsins og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2004. Hún lýsir starfinu sem bölvuðu harki en tekur fram að það sé einnig stórkostlega skemmtilegt. „Ég hef verið mjög heppin með verkefni fram að þessu. Ég byrjaði sjálf í tískuförðun fyrir prentauglýsingar, færði mig svo yfir í sjónvarpsauglýsingar og þaðan í kvikmyndir. Svartur á leik var mín fyrsta kvikmynd og nú er ég að vinna við sjöttu myndina mína,“ segir Steinunn, en hún var meðal annars tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir förðun fyrir kvikmyndina Svartur á leik.Steinunn við tökur fyrir Nikita í Míamí.Mynd/Börkur SigþórssonSteinunn hyggst sinna starfi förðunarfræðings áfram samhliða því að stýra Elite Fashion Academy. „Ég tel mikilvægt að fólk fái kennara sem hafi nóg að gera og hafi ekki staðnað í starfi. Ég held því áfram að vinna sem sminka á daginn og verð skólastjóri á kvöldin,“ segir hún og bætir hlæjandi við: „Svo kenni ég jóga þess á milli, svo ég fái smá jarðtenginu.“ Námið hefst á mánudag og enn eru örfá pláss laus. Hægt er að skrá sig á heimasíðu skólans.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“