Sjálfsmörk Geirs Hrafnkell Lárusson skrifar 31. júlí 2013 12:31 Fyrir tveimur dögum (29. júlí) tilkynnti Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar í Hollandi, að hann hefði ákveðið að sækjast eftir sæti í karlalandsliði Bandaríkjanna í knattspyrnu, en ekki því íslenska. Þar sem Aron á íslenska foreldra en er fæddur í Bandaríkjunum er hann með tvöfalt ríkisfang og gat hann því í samræmi við gildandi reglur FIFA valið hvort hann kysi að sækjast eftir því að leika með bandaríska A-landsliðinu eða því íslenska. Nokkur spenna hefur verið meðal knattspyrnuaðdáenda hér á landi eftir því hver ákvörðun Arons yrði enda um að ræða mjög efnilegan knattspyrnumann sem líklegur er til að ná langt í íþróttinni. Sama dag og ákvörðun Arons lá fyrir var Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, inntur eftir viðbrögðum við henni. Í útvarpsviðtali í hádegisfréttum RÚV kvaðst Heimir vonsvikinn en sýndi ákvörðun Arons skilning og sagði hann hafa komið heiðarlega fram. Í svipaðan streng hafa fleiri tekið, bæði leikmenn og knattspyrnuaðdáendur. Einhver hefði haldið að þar með væri málinu lokið. Í gær (30. júlí) barst fjölmiðlum yfirlýsing frá stjórn KSÍ vegna málsins. Þar er staðfest að Aron sé í fullum rétti samkvæmt reglum FIFA. Hins vegar vill stjórn KSÍ meina að þar sem leikmaðurinn hafi fengið „knattspyrnulegt uppeldi innan vébanda KSÍ“ þá eigi KSÍ heimtingu á að hann spili fyrir Ísland. Það er ljóst af þessari yfirlýsingu – og enn ljósara af viðtali í kvöldfréttum sjónvarps á RÚV í gærkvöld – að stjórn KSÍ lítur á leikmanninn sem sína eign vegna áðurnefnds „knattspyrnulegs uppeldis“ og virðir sjálfsákvörðunarrétt hans innan gildandi reglna að vettugi. Enn alvarlegra er þó að stjórn KSÍ skuli beita fyrir sig dylgjum. Hér er ég að vísa til orða yfirlýsingarinnar þar sem segir: „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands.“ Þarna er látið að því liggja að ákvörðun Arons stjórnist af fégræðgi. Þessar dylgjur virðast settar fram til þess eins að sverta hann. Ég held að stjórn KSÍ væri hollt í þessu sambandi að líta í eigin siðareglur (t.d. 5. og 6. grein) en svona framkoma er tæplega í samræmi við þær. Viðtalið í sjónvarpsfréttum RÚV við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, var honum og KSÍ til háborinnar skammar. Þar birtist Geir illskulegur á svip og hálf skjálfandi af æsingi. Hann hefur í heitingum við Aron (ungan íþróttamann sem ekkert hefur af sér brotið) og endurtekur dylgjurnar um að hann láti peningasjónarmið ráða þegar það að leika fyrir landslið snúist um „heiður og sæmd“ (sjálfur er Geir með rífleg ráðherralaun á mánuði hjá KSÍ). Viðtalið í heild lýsir harklegum frekju- og yfirgangsviðbrögðum manns sem reynir að beita því valdi sem hann hefur, í bland við þjóðrembu og kröfu til fjölmiðla, almennings og stjórnvalda um liðsinni, til að kúga ungan íþróttamann til hlýðni, m.a. með því að reyna að hafa áhrif á bandaríska knattspyrnusambandið og FIFA. Margar spurningar vöknuðu í mínum huga við að hlýða á umrætt viðtal. Tvær þeirra er þessar: Er fýsilegt fyrir íþróttamann að ganga til liðs við hreyfingu þar sem forystan kemur fram við hann með þessum hætti? Urðu fyrri kynni Arons af forystu KSÍ e.t.v. til að styrkja ákvörðun hans um að velja bandaríska landsliðið? Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem formaður KSÍ gerist sekur um hroka og yfirlæti sem seint verður sagt að samrýmist þeim gildum um háttvísi og prúðmennsku sem KSÍ stendur fyrir og haldið er að iðkendum. Framkoma hans í fjölmiðlum í gær er einfaldlega ekki sæmandi formanni KSÍ. Kannski ættu íslenskir fjölmiðlar og knattspyrnuaðdáendur að svara kalli Geirs Þorsteinssonar um að tjá skoðanir sínar. Ekki þó um ákvörðun Arons Jóhannssonar, sem ber að virða þó hún valdi vissulega vonbrigðum, heldur á framgöngu stjórnar KSÍ, bæði í þessu máli og öðrum. Ef til vill er orðið tímabært að rifja upp fyrri „sjálfsmörk“ sem Geir Þorsteinsson hefur skorað í tíð sinni sem formaður og framkvæmdastjóri KSÍ (t.d. í greiðslukortsmálinu í Sviss haustið 2009, o.fl.)? Þann 14. ágúst nk. fer fram á Laugardalsvelli vináttulandsleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Færeyjar. Ég hvet knattspyrnuáhugamenn til að fjölmenna á leikinn og styðja landsliðið. Þó flestir muni hrópa „Áfram Ísland!“ munu kannski einhverjir líka hrópa „Burt með Geir!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur dögum (29. júlí) tilkynnti Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar í Hollandi, að hann hefði ákveðið að sækjast eftir sæti í karlalandsliði Bandaríkjanna í knattspyrnu, en ekki því íslenska. Þar sem Aron á íslenska foreldra en er fæddur í Bandaríkjunum er hann með tvöfalt ríkisfang og gat hann því í samræmi við gildandi reglur FIFA valið hvort hann kysi að sækjast eftir því að leika með bandaríska A-landsliðinu eða því íslenska. Nokkur spenna hefur verið meðal knattspyrnuaðdáenda hér á landi eftir því hver ákvörðun Arons yrði enda um að ræða mjög efnilegan knattspyrnumann sem líklegur er til að ná langt í íþróttinni. Sama dag og ákvörðun Arons lá fyrir var Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, inntur eftir viðbrögðum við henni. Í útvarpsviðtali í hádegisfréttum RÚV kvaðst Heimir vonsvikinn en sýndi ákvörðun Arons skilning og sagði hann hafa komið heiðarlega fram. Í svipaðan streng hafa fleiri tekið, bæði leikmenn og knattspyrnuaðdáendur. Einhver hefði haldið að þar með væri málinu lokið. Í gær (30. júlí) barst fjölmiðlum yfirlýsing frá stjórn KSÍ vegna málsins. Þar er staðfest að Aron sé í fullum rétti samkvæmt reglum FIFA. Hins vegar vill stjórn KSÍ meina að þar sem leikmaðurinn hafi fengið „knattspyrnulegt uppeldi innan vébanda KSÍ“ þá eigi KSÍ heimtingu á að hann spili fyrir Ísland. Það er ljóst af þessari yfirlýsingu – og enn ljósara af viðtali í kvöldfréttum sjónvarps á RÚV í gærkvöld – að stjórn KSÍ lítur á leikmanninn sem sína eign vegna áðurnefnds „knattspyrnulegs uppeldis“ og virðir sjálfsákvörðunarrétt hans innan gildandi reglna að vettugi. Enn alvarlegra er þó að stjórn KSÍ skuli beita fyrir sig dylgjum. Hér er ég að vísa til orða yfirlýsingarinnar þar sem segir: „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands.“ Þarna er látið að því liggja að ákvörðun Arons stjórnist af fégræðgi. Þessar dylgjur virðast settar fram til þess eins að sverta hann. Ég held að stjórn KSÍ væri hollt í þessu sambandi að líta í eigin siðareglur (t.d. 5. og 6. grein) en svona framkoma er tæplega í samræmi við þær. Viðtalið í sjónvarpsfréttum RÚV við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, var honum og KSÍ til háborinnar skammar. Þar birtist Geir illskulegur á svip og hálf skjálfandi af æsingi. Hann hefur í heitingum við Aron (ungan íþróttamann sem ekkert hefur af sér brotið) og endurtekur dylgjurnar um að hann láti peningasjónarmið ráða þegar það að leika fyrir landslið snúist um „heiður og sæmd“ (sjálfur er Geir með rífleg ráðherralaun á mánuði hjá KSÍ). Viðtalið í heild lýsir harklegum frekju- og yfirgangsviðbrögðum manns sem reynir að beita því valdi sem hann hefur, í bland við þjóðrembu og kröfu til fjölmiðla, almennings og stjórnvalda um liðsinni, til að kúga ungan íþróttamann til hlýðni, m.a. með því að reyna að hafa áhrif á bandaríska knattspyrnusambandið og FIFA. Margar spurningar vöknuðu í mínum huga við að hlýða á umrætt viðtal. Tvær þeirra er þessar: Er fýsilegt fyrir íþróttamann að ganga til liðs við hreyfingu þar sem forystan kemur fram við hann með þessum hætti? Urðu fyrri kynni Arons af forystu KSÍ e.t.v. til að styrkja ákvörðun hans um að velja bandaríska landsliðið? Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem formaður KSÍ gerist sekur um hroka og yfirlæti sem seint verður sagt að samrýmist þeim gildum um háttvísi og prúðmennsku sem KSÍ stendur fyrir og haldið er að iðkendum. Framkoma hans í fjölmiðlum í gær er einfaldlega ekki sæmandi formanni KSÍ. Kannski ættu íslenskir fjölmiðlar og knattspyrnuaðdáendur að svara kalli Geirs Þorsteinssonar um að tjá skoðanir sínar. Ekki þó um ákvörðun Arons Jóhannssonar, sem ber að virða þó hún valdi vissulega vonbrigðum, heldur á framgöngu stjórnar KSÍ, bæði í þessu máli og öðrum. Ef til vill er orðið tímabært að rifja upp fyrri „sjálfsmörk“ sem Geir Þorsteinsson hefur skorað í tíð sinni sem formaður og framkvæmdastjóri KSÍ (t.d. í greiðslukortsmálinu í Sviss haustið 2009, o.fl.)? Þann 14. ágúst nk. fer fram á Laugardalsvelli vináttulandsleikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Færeyjar. Ég hvet knattspyrnuáhugamenn til að fjölmenna á leikinn og styðja landsliðið. Þó flestir muni hrópa „Áfram Ísland!“ munu kannski einhverjir líka hrópa „Burt með Geir!“
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun