Samningur sem ekki má hafna Emil B. Karlsson skrifar 23. júlí 2013 07:00 Nýhafnar fríverslunarviðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru áhugaverðar í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að ESB. Viðræðurnar snúast um gerð stærsta fríverslunarsamnings sem nokkurn tíma hefur verið gerður og nær til þriðjungs allra viðskipta í heiminum. Áhrif samningsins gætu orðið gífurleg bæði fyrir öll 28 ríki Evrópusambandsins og Bandaríkin. Í rannsókn sem framkvæmdastjórn ESB lét gera segir að samningurinn gæti leitt til hagvaxtar í ESB-löndunum sem samsvarar því að ráðstöfunarfé hverrar fjölskyldu aukist um u.þ.b. 100 þúsund krónur á ári. Auk þess er gert ráð fyrir 400 þúsund nýjum störfum innan ESB í kjölfar samningsins. Eins og efnahagsástand Vesturlanda er núna er ljóst að þótt yfirstíga þurfi margar pólitískar, menningarlegar og efnahagslegar hindranir verður lagt mikið kapp á að ná lausn. Samningsviðræðurnar snúa ekki aðeins að lækkun tolla því þeir eru aðeins að meðaltali um 4%. Heldur er ekki síður rætt um að ryðja úr vegi ýmsum viðskiptahindrunum í formi reglugerða, staðla og leyfisveitinga sem eru mismunandi í álfunum tveimur. Koma á í veg fyrir að framleiðendur þurfi að framleiða eina vörutegund fyrir Bandaríkjamarkað og aðra fyrir ESB-markað. Markmiðið er þannig bæði að örva atvinnulíf í ríkjunum og auðvelda viðskipti milli samningsaðila.Stærri markaður fyrir vörur og þjónustu Eflaust hefði samningurinn jákvæð áhrif á Ísland ef landið væri aðili að ESB. Samningnum er ætlað að stækka markaðssvæði einstakra landa og auðvelda fjárfestum og fyrirtækjum að starfa þvert á landamæri. Þetta er einmitt mikilvæg forsenda þess að fá hingað erlenda fjárfesta eins og er ofarlega á óskalista stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Áhrifin fyrir Ísland hafa ekki verið metin, en að mati sænska viðskiptaráðsins er gert ráð fyrir að samningurinn leiði til þess að útflutningur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna aukist um 17%. Auk þess að landsframleiðsla í Svíþjóð aukist aukalega um 0,2% á hverju ári í kjölfar samningsins. Sambærileg hagvaxtaraukning á Íslandi hefði umtalsverð áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýhafnar fríverslunarviðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru áhugaverðar í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að ESB. Viðræðurnar snúast um gerð stærsta fríverslunarsamnings sem nokkurn tíma hefur verið gerður og nær til þriðjungs allra viðskipta í heiminum. Áhrif samningsins gætu orðið gífurleg bæði fyrir öll 28 ríki Evrópusambandsins og Bandaríkin. Í rannsókn sem framkvæmdastjórn ESB lét gera segir að samningurinn gæti leitt til hagvaxtar í ESB-löndunum sem samsvarar því að ráðstöfunarfé hverrar fjölskyldu aukist um u.þ.b. 100 þúsund krónur á ári. Auk þess er gert ráð fyrir 400 þúsund nýjum störfum innan ESB í kjölfar samningsins. Eins og efnahagsástand Vesturlanda er núna er ljóst að þótt yfirstíga þurfi margar pólitískar, menningarlegar og efnahagslegar hindranir verður lagt mikið kapp á að ná lausn. Samningsviðræðurnar snúa ekki aðeins að lækkun tolla því þeir eru aðeins að meðaltali um 4%. Heldur er ekki síður rætt um að ryðja úr vegi ýmsum viðskiptahindrunum í formi reglugerða, staðla og leyfisveitinga sem eru mismunandi í álfunum tveimur. Koma á í veg fyrir að framleiðendur þurfi að framleiða eina vörutegund fyrir Bandaríkjamarkað og aðra fyrir ESB-markað. Markmiðið er þannig bæði að örva atvinnulíf í ríkjunum og auðvelda viðskipti milli samningsaðila.Stærri markaður fyrir vörur og þjónustu Eflaust hefði samningurinn jákvæð áhrif á Ísland ef landið væri aðili að ESB. Samningnum er ætlað að stækka markaðssvæði einstakra landa og auðvelda fjárfestum og fyrirtækjum að starfa þvert á landamæri. Þetta er einmitt mikilvæg forsenda þess að fá hingað erlenda fjárfesta eins og er ofarlega á óskalista stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Áhrifin fyrir Ísland hafa ekki verið metin, en að mati sænska viðskiptaráðsins er gert ráð fyrir að samningurinn leiði til þess að útflutningur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna aukist um 17%. Auk þess að landsframleiðsla í Svíþjóð aukist aukalega um 0,2% á hverju ári í kjölfar samningsins. Sambærileg hagvaxtaraukning á Íslandi hefði umtalsverð áhrif.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun