Uppskerubrestur og hærri rafmagnsreikningur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2013 23:45 Friðrik á fullu við uppskeruna sem er sein á ferðinni í ár. Annar garðyrkjubóndi hefur áhyggjur af því að mikil vinna verði eftir enn þegar skólakrakkarnir hverfa að skruddum sínum. Mynd/Sölufélag garðyrkjumanna Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“ Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“
Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira