Uppskerubrestur og hærri rafmagnsreikningur Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2013 23:45 Friðrik á fullu við uppskeruna sem er sein á ferðinni í ár. Annar garðyrkjubóndi hefur áhyggjur af því að mikil vinna verði eftir enn þegar skólakrakkarnir hverfa að skruddum sínum. Mynd/Sölufélag garðyrkjumanna Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Á Suðurlandi er sums staðar ekki hægt að komast yfir akra, garða og tún vegna vætu. Gulrótabóndi uppsker nú minna en þriðjung síðastliðinna ára. Rafmagnsreikningurinn er jafnvel 20 prósentum hærri nú en í fyrra vegna dumbungs. Langvarandi dumbungur og vætutíð hefur leikið garðyrkjubændur á Suðurlandi grátt. Útiuppskera er sums staðar hálfum mánuði eða þremur vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Útiræktandi á Flúðum uppsker nú innan við þriðjung af því sem hann gerði í fyrra. Í inniræktun sjá menn svo fram á háan rafmagnsreikning þar sem oft þarf að lýsa gróðurhúsin upp í dumbungstíðinni. Garðarnir hjá S.R. grænmeti hafa orðið sérlega illa úti. „Það er gífurlega erfitt að komast um garða,“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir hjá S.R. grænmeti sem ræktar gulrætur, rófur og kál „Það er ekki fyrir nema framhjóladrifna traktora að komast þetta og sums staðar er hreinlega ekki hægt að komast um þannig að þótt maður eigi uppskeru í garði þá er ekki hægt að sækja hana. Svo þjáist þetta af áburðarskorti. Hann hefur skolast af í vætunni þannig að þetta er minna um sig, enda hefur líka verið svo kalt að þetta nær ekkert að vaxa. Það sem ég er að uppskera núna er ekki einu sinni einn þriðji af því sem það var í fyrra,“ segir Ragnheiður. Á Jörfa á Flúðum er engin jörfagleði en þar er mikil kálræktun. „Uppskerutíminn er stuttur og við myndum vilja að landinn væri nú þegar farinn að japla á íslensku káli en vegna tíðarfarsins hefur hann þurft að gera sér spænskt, hollenskt eða ísraelskt að góðu enn sem komið er,“ segir Friðrik R. Friðriksson hjá Jörfa. Þeir sem rækta ekki undir berum himni eru ekki hólpnir því rafmagnsreikningurinn verður óþægilega hár í ár vegna mikillar lýsingar. Jóhann Ísleifsson hjá Ræktunarstöðinni í Hveragerði segir að munurinn gæti orðið á bilinu 15 til 20 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þar á ofan eru kornbændur nú með krosslagða fingur en víðast hvar á Suðurlandi er kornið enn ekki farið að skríða. „Það er þumalputtareglan í þessum geira að það verði að fara að skríða 20. júlí en ég gef þessu eina viku í viðbót,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, bóndi á Miklaholti í Biskupstungum, en hann þreskti um 400 tonn í fyrra. Ef kornið kemst ekki á skrið freistast margir bændur til að slá það og nota í fóður en einnig er hægt að bíða fram á haust og athuga hvort úr rætist. „Ég man ekki eftir annarri eins vætutíð,“ segir Óttar Bragi. „Ég varð að kalla á gröfu til að draga traktorinn lausan af hveitiakrinum, þetta hefur ekki komið fyrir svona á miðsumri.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira