Mjög mikið búið að gerast á þessum fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2013 06:00 kom til baka Harpa Þorsteinsdóttir missti af EM í Finnlandi vegna fótbrots en er komin í byrjunarlið Íslands á EM í Svíþjóð.fréttablaðið/óskaró Kvennalið Stjörnunnar á flesta leikmenn í íslenska landsliðshópnum á EM í Svíþjóð. Harpa Þorsteinsdóttir hefur oft verið eini fulltrúi Garðabæjarliðsins í hópnum en það er allt breytt í dag. Glódís Perla Viggósdóttir er búin að fá að spila mikið á mótinu í Svíþjóð og þá eru þær Sandra Sigurðardóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir tilbúnar á bekknum. Harpa var við það að komast í EM-hópinn fyrir fjórum árum en varð þá fyrir því óláni að fótbrotna og missa af EM í Finnlandi. „Ég setti mér ákveðin markmið eftir að ég fótbrotnaði og það er gaman að vera hérna í dag. Árið er búið að vera gott í heild sinni og það var mjög mikill léttir og gaman að fá að vita að ég væri að fara á þetta mót,“ segir Harpa en hún hefur einnig eignast barn í millitíðinni. Það tók hana ekki langan tíma að koma til baka. „Það er klárlega mjög mikið búið að gerast á þessum fjórum árum,“ segir Harpa brosandi en hún eignaðist strákinn sinn árið 2011.Við áttum fá svörHarpa var í byrjunarliðinu á móti Þjóðverjum en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hún átti hins vegar fína innkomu á móti Noregi. „Það er auðveldara fyrir sóknarmann að koma inn í leik þegar liðið er meira með boltann eins og á móti Noregi. Það voru gríðarlega mikil hlaup á móti Þýskalandi og úr litlu að moða fyrir framlínuna. Þær lokuðu öllu uppspili hjá okkur og við áttum fá svör,“ segir Harpa. Ísland mætir Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld en bæði lið þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á sæti í fjórðungsúrslitum. „Við verðum að skilja Þýskalandsleikinn eftir og fara inn í Hollandsleikinn með sama sjálfstraust og baráttu og við gerðum á móti Noregi. Þá eigum við alla möguleika,“ segir Harpa. „Við þurfum að leggja áhersluna á það að stoppa framlínuna hjá þeim. Þær eru með mjög flinka leikmenn fram á við sem eru allir líklegir til að valda usla. Þær hafa ekki skorað á mótinu en liðin hafa líka verið að liggja til baka á móti þeim. Það hefur greinilega virkað þannig að ætli við leggjum ekki upp með eitthvað svipað.“Allir eiga möguleika Hún fagnar því að vera ein af fimm Stjörnustelpum í Svíþjóð. Stjörnuliðið hefur ekki tapað leik í sumar og hefur sett stefnuna á það að vinna tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta er alveg fimm stjörnu landslið,“ segir Harpa hlæjandi og það eru orð að sönnu. „Það er frábært að við séum hérna svona margar úr Stjörnuliðinu og þetta er vonandi það sem koma skal. Deildin er búin að vera sterk heima og það eru margar sem gera tilkall til þess að vera í þessum hóp,“ segir Harpa. Leikmennirnir heima í Pepsi-deildinni fengu sitt tækifæri hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og margar þeirra hafa fengið að spila mikið á mótinu. „Það er búið að sýna sig að það eiga allir heima möguleika á því að vera í þessum hóp,“ segir Harpa. En hvað með lokaleikinn í riðlinum? „Ég vonast til að fá að spila á móti Hollandi. Við þurfum að skora og þá vil ég vera inni á,“ sagði Harpa. Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar á flesta leikmenn í íslenska landsliðshópnum á EM í Svíþjóð. Harpa Þorsteinsdóttir hefur oft verið eini fulltrúi Garðabæjarliðsins í hópnum en það er allt breytt í dag. Glódís Perla Viggósdóttir er búin að fá að spila mikið á mótinu í Svíþjóð og þá eru þær Sandra Sigurðardóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir tilbúnar á bekknum. Harpa var við það að komast í EM-hópinn fyrir fjórum árum en varð þá fyrir því óláni að fótbrotna og missa af EM í Finnlandi. „Ég setti mér ákveðin markmið eftir að ég fótbrotnaði og það er gaman að vera hérna í dag. Árið er búið að vera gott í heild sinni og það var mjög mikill léttir og gaman að fá að vita að ég væri að fara á þetta mót,“ segir Harpa en hún hefur einnig eignast barn í millitíðinni. Það tók hana ekki langan tíma að koma til baka. „Það er klárlega mjög mikið búið að gerast á þessum fjórum árum,“ segir Harpa brosandi en hún eignaðist strákinn sinn árið 2011.Við áttum fá svörHarpa var í byrjunarliðinu á móti Þjóðverjum en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Hún átti hins vegar fína innkomu á móti Noregi. „Það er auðveldara fyrir sóknarmann að koma inn í leik þegar liðið er meira með boltann eins og á móti Noregi. Það voru gríðarlega mikil hlaup á móti Þýskalandi og úr litlu að moða fyrir framlínuna. Þær lokuðu öllu uppspili hjá okkur og við áttum fá svör,“ segir Harpa. Ísland mætir Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld en bæði lið þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á sæti í fjórðungsúrslitum. „Við verðum að skilja Þýskalandsleikinn eftir og fara inn í Hollandsleikinn með sama sjálfstraust og baráttu og við gerðum á móti Noregi. Þá eigum við alla möguleika,“ segir Harpa. „Við þurfum að leggja áhersluna á það að stoppa framlínuna hjá þeim. Þær eru með mjög flinka leikmenn fram á við sem eru allir líklegir til að valda usla. Þær hafa ekki skorað á mótinu en liðin hafa líka verið að liggja til baka á móti þeim. Það hefur greinilega virkað þannig að ætli við leggjum ekki upp með eitthvað svipað.“Allir eiga möguleika Hún fagnar því að vera ein af fimm Stjörnustelpum í Svíþjóð. Stjörnuliðið hefur ekki tapað leik í sumar og hefur sett stefnuna á það að vinna tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta er alveg fimm stjörnu landslið,“ segir Harpa hlæjandi og það eru orð að sönnu. „Það er frábært að við séum hérna svona margar úr Stjörnuliðinu og þetta er vonandi það sem koma skal. Deildin er búin að vera sterk heima og það eru margar sem gera tilkall til þess að vera í þessum hóp,“ segir Harpa. Leikmennirnir heima í Pepsi-deildinni fengu sitt tækifæri hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og margar þeirra hafa fengið að spila mikið á mótinu. „Það er búið að sýna sig að það eiga allir heima möguleika á því að vera í þessum hóp,“ segir Harpa. En hvað með lokaleikinn í riðlinum? „Ég vonast til að fá að spila á móti Hollandi. Við þurfum að skora og þá vil ég vera inni á,“ sagði Harpa.
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Sjá meira