Drullusvað á leiksvæði óboðlegt börnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2013 07:00 Þegar rignir breytist þetta leiksvæði í drullusvað og íbúar segja að þá sé það nánast ófært með öllu. Fréttablaðið/Daníel „Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
„Ég er með barn númer tvö í frístundaheimilinu Stjörnulandi, og þetta er búið að vera svað frá upphafi. Krakkarnir eru í drullu upp að ökklum að leika sér,“ segir Harpa Valdimarsdóttir, íbúi í Grafarholti. Harpa og fleiri forleldrar í hverfinu hafa lengi kvartað undan leikvsæðinu við frístundaheimilið sem er í afar slæmu ásigkomulagi. Engin leiktæki eru á svæðinu og það breytist í drullusvað í hvert skipti sem bleytir. „Borgin hefur borið fyrir sig að eigendur standi í vegi fyrir því að þetta sé lagað,“ útskýrir Harpa. „Það að fá börnin heim, drullug upp fyrir haus út af þessu, dag eftir dag, er næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum.“ Frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti er í leiguhúsnæði við hlið skólans. Stjörnuland hefur verið starfrækt í um fimm ár og hefur svæðið verið illa leikið allan tímann að sögn íbúa í hverfinu. Yrsa Löve, læknir og íbúi í Grafarholti, segir orðið vandræðaástand. „Því var lofað í framhaldi af íbúafundi síðasta haust að eitthvað yrði gert í málinu. Nú fer að líða að næsta skólaári og enn hefur ekkert verið gert. Þegar það er blautt og rigning, til dæmis, þá er nánast ófært þarna yfir leiksvæðið,“ segir Yrsa og bætir við að þetta sé ekki boðlegt. Hrefna Lind Borgþórsdóttir á einnig börn sem stunda eða hafa stundað Stjörnuland. „Það er ekkert svæði girt af fyrir börnin. Þetta er bara eitt svað og grasið ekki slegið, enda kannski ekkert til að slá. Það sem mér finnst kannski leiðinlegast er að það er ekkert reynt til að gera þetta fallegt. Ekki hirt um eitt eða neitt,“ segir Hrefna, sem finnst frístundasvæði eiga að vera umhverfi sem börn hafi gaman af. „Það á að hlúa að þessum svæðum svo að börnin vilji vera þar,“ segir Hrefna að lokum.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir borgina hafa verið í átaki síðastliðin tvö ár með útisvæði um alla borg. „Það hefur verið heilmikil umræða um þessi mál og heilbrigðiseftirlitið hefur verið að taka þetta út hjá okkur reglulega. Þróunin hefur verið jákvæð,“ segir Dagur. „Við höfum verið að bæta við fé í þennan málaflokk, til þess einmitt að geta brugðist við ábendingum íbúa í hverfunum,“ bætir Dagur við og hvetur fólk til þess að senda inn ábendingar. Dagur segir málið sérstakt. „Svæðið er á einkalóð. Við viljum að eigendur taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu, sem hefur tekið lengri tíma en við erum sátt við,“ útskýrir Dagur. „Við höfum viljað bæta þarna úr, en þetta eru sérstakar aðstæður.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira