Innlent

Í haldi vegna rannsóknar

Brjánn Jónasson skrifar
Auk rafbyssu fannst ætlað þýfi í bíl mannsins.
Auk rafbyssu fannst ætlað þýfi í bíl mannsins. Fréttablaðið/gva
Maður sem handtekinn var með rafstuðsbyssu í sínum fórum í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald út þessa viku vegna rannsóknarhagsmuna.

Í bíl mannsins fannst ætlað þýfi úr innbroti og innihald veskis sem hafði verið stolið. Þá leikur grunur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna undir stýri.

Lögregla fór fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í varðhald fram á föstudag, og Hæstiréttur staðfesti þá niðustöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×