Innlent

Fimmtungi fleiri ferðamenn en í júní í fyrra

Brjánn Jónasson skrifar
Þeir ferðamenn sem héldu sig við höfuðborgarsvæðið og nágrenni hafa eflaust þurft á regnfötunum að halda í júní.
Þeir ferðamenn sem héldu sig við höfuðborgarsvæðið og nágrenni hafa eflaust þurft á regnfötunum að halda í júní. Fréttablaðið/Valli
Um 90 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í júní samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Þetta er tæplega 21 prósents aukning frá júní í fyrra þegar þeir voru tæplega 75 þúsund talsins.

Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, en fimmti hver erlendi ferðamaður sem kom til Íslands í júní var frá Bandaríkjunum. Tæp 14 prósent komu frá Þýskalandi og tæp 8 prósent frá Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu.

Á fyrri helmingi ársins komu því rúmlega 311 þúsund ferðamenn til landsins, litlu færri en landsmenn allir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×