Sér ekki eftir einni mínútu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2013 21:45 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Katrín Jónsdóttir hefur verið fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu síðan 2007. Hún leiðir liðið á EM sem byrjar í næstu viku, en er ákveðin í að leggja skóna á hilluna í haust. Því fylgir söknuður, en líka tækifæri til að sinna því sem setið hefur á hakanum. Katrín stundar framhaldsnám í læknisfræði í Stokkhólmi og leikur með Umeå í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur verið heima í tvær vikur til að æfa með landsliðinu en á mánudag heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem fyrsti leikur liðsins fer fram á fimmtudaginn. Þetta verður síðasta stórmótið þar sem Katrín leiðir liðið og liggur því beint við að spyrja hana hvort hún kvíði ekki viðbrigðunum, þar sem líf hennar hefur meira og minna snúist um fótbolta frá átta ára aldri. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning og ég fæ stundum hnút í magann þegar ég hugsa um það, en öllu lýkur einhvern tíma og nýtt tekur við. Ég vil klára sérnámið, hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna og kannski huga að barneignum. Það er ýmislegt annað í lífinu en fótbolti, þótt það hafi tekið mig langan tíma að fatta það.“ Katrín er gift Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni, sem á einn son úr fyrra sambandi, en þau hafa ekki eignast barn saman.Er það fótboltinn sem hefur valdið því? „Já, það má segja það. Við kynnumst þegar ég er 29 ára og þá hugsaði maður að þetta yrðu ekki nema tvö eða þrjú ár í viðbót í fótboltanum og á þeim aldri er svolítið seint að taka sér frí til barneigna og byrja svo aftur að spila. Svo hafa árin bara bæst við og þegar við unnum okkur inn réttinn til að taka þátt í þessu Evrópumóti þá langaði mig virkilega að taka þátt í því, þannig að þetta hefur æxlast svona.“ Er það algengt að konur detti út úr fótboltanum þegar þær eignast börn?„Já, það er það, en mér finnst samt meira um það núna en áður að stelpur komi til baka eftir að hafa eignast börn. Í landsliðinu eru til dæmis tvær mæður núna þannig að þetta er að breytast, sem betur fer.“Þú berð hag kvennafótboltans mikið fyrir brjósti, ertu femínisti? „Mér finnst þetta erfitt orð, femínisti. Ég vil bara jafnrétti fyrir alla, ekki bara konur. Það er margt sem hallar á konur í þjóðfélaginu en það er líka margt sem hallar á karlmenn og mér finnst þurfa að horfa á það líka.“Það hefur mikið verið talað um að umfjöllun um kvennaíþróttir sé mun minni og slælegri en um karlana, ertu sammála því?„Já, mér finnst umfjöllunin um kvennaíþróttirnar oft mega vera meiri. Ég gæti talið upp mörg atriði sem hefðu mátt betur fara til að jafnræðis væri gætt þarna. Umfjöllunin hefur reyndar batnað mikið á síðustu árum, en hún mætti samt alveg vera betri.“Síðasti anginn af þeirri umræðu er um launamun dómara í karla- og kvennaleikjum, hvað finnst þér um hann, er hann eðlilegur? „Nei, eiginlega ekki. Mér finnst það lélegt. Ég veit að það er meiri hraði í karlaboltanum, eðlilega. Þeir eru með stærri vöðva og eru hraðskreiðari, en mér finnst þessi munur samt ekki eðlilegur. Það þarf líka að vera eftirsóknarvert að dæma kvennaleiki og það er bara þannig í lífinu að ef eitthvað er illa borgað þá sækist fólk ekki eftir því og bestu manneskjurnar fást ekki í þau störf. Það á við um dómarastarfið eins og allt annað þannig að mér finnst eðlilegt að launin séu jöfn.“Verst að tapa fyrir makanum Katrín mun leika með Umeå út október, en hvað tekur við að loknu tímabili? „Það verður örugglega bara vinna því að allt mitt sumarfrí hefur farið í landsliðsferðir og ég er núna í launalausu leyfi. Tek mér kannski viku í launalaust leyfi í viðbót til að fá einhverja hvíld, en það verður ekki meira.“Áttu einhver önnur áhugamál en fótboltann? „Já, já. Mér finnst til dæmis mjög gaman að spila alls kyns spil, bæði borðspil og venjuleg. Við gerum mikið af því fjölskyldan, ég, maðurinn minn og stjúpsonur. Það gengur oft á ýmsu og fer stundum allt í háaloft því ég er mjög tapsár og finnst mest óþolandi af öllu að tapa fyrir makanum, það gerir mig brjálaða. Mér finnst líka gaman að ferðast og fæ vonandi fleiri tækifæri til þess eftir að ég hætti í boltanum, því þótt honum fylgi mikil ferðalög þá er það allt öðruvísi, maður er alveg bundinn af dagskránni.“Þegar þú horfir yfir ferilinn sérðu þá eftir því að hafa látið fótboltann hafa svona mikinn forgang í lífi þínu? „Nei, ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég hef eytt í fótbolta. En svona eftir á að hyggja hefði ég sennilega valið mér auðveldara nám ef ég hefði vitað hvað þetta er erfitt. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef keyrt mig dálítið langt niður með mikilli vinnu og fótbolta á sama tíma og það hefur oft verið erfitt. En árunum í fótboltanum sé ég ekki eftir og hugsa oft: Oh, af hverju er ég ekki fædd 1990 og á þetta allt eftir.“Gætirðu hugsað þér að gerast þjálfari? „Þessa spurningu fæ ég mjög oft og hef alveg velt því fyrir mér. En eins og staðan er núna þá langar mig ekki til þess. Kannski seinna, hver veit.“Fyrirliðinn Katrín leiðir kvennalandsliðið í síðasta sinn á EM í Svíþjóð.Þú ert búin að vera fyrirliði landsliðsins síðan 2007, er ekkert erfitt að sleppa hendinni af stelpunum? „Jú, þetta verða rosaleg viðbrigði, en ég reyni bara að ýta hugsuninni frá mér. Núna horfi ég bara á EM og einbeiti mér að því hvað ég geti gert til þess að liðinu gangi sem best.“ Hefurðu áhyggjur af liðinu eftir að þú hættir? „Nei, það hef ég ekki. Það eru að koma upp mjög efnilegar stelpur og fyrir eru miklir karakterar og leiðtogar í liðinu. Þær eiga eftir að blómstra og ég held að þetta verði miklu erfiðara fyrir mig heldur en þær.“Hvernig leggst Evrópumótið í þig? „Bara vel. Við erum í erfiðum riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi, en ég vil meina að ef við náum að spila toppleik þá getum við gert stóra hluti. Markmiðið er að komast í átta liða úrslit og þá verðum að fá að minnsta kosti fjögur stig í riðlinum.“Og þú hefur trú á að það takist? „Já, ég hef fulla trú á því. Gengið hefur kannski ekki verið alveg eins og við hefðum óskað okkur undanfarið, en þetta er nýtt mót og góð stemning og mikil harka á æfingum. Við erum ekki að fara þarna bara til að taka þátt, við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess að ná lengra.“ Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Katrín Jónsdóttir hefur verið fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu síðan 2007. Hún leiðir liðið á EM sem byrjar í næstu viku, en er ákveðin í að leggja skóna á hilluna í haust. Því fylgir söknuður, en líka tækifæri til að sinna því sem setið hefur á hakanum. Katrín stundar framhaldsnám í læknisfræði í Stokkhólmi og leikur með Umeå í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur verið heima í tvær vikur til að æfa með landsliðinu en á mánudag heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem fyrsti leikur liðsins fer fram á fimmtudaginn. Þetta verður síðasta stórmótið þar sem Katrín leiðir liðið og liggur því beint við að spyrja hana hvort hún kvíði ekki viðbrigðunum, þar sem líf hennar hefur meira og minna snúist um fótbolta frá átta ára aldri. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning og ég fæ stundum hnút í magann þegar ég hugsa um það, en öllu lýkur einhvern tíma og nýtt tekur við. Ég vil klára sérnámið, hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna og kannski huga að barneignum. Það er ýmislegt annað í lífinu en fótbolti, þótt það hafi tekið mig langan tíma að fatta það.“ Katrín er gift Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni, sem á einn son úr fyrra sambandi, en þau hafa ekki eignast barn saman.Er það fótboltinn sem hefur valdið því? „Já, það má segja það. Við kynnumst þegar ég er 29 ára og þá hugsaði maður að þetta yrðu ekki nema tvö eða þrjú ár í viðbót í fótboltanum og á þeim aldri er svolítið seint að taka sér frí til barneigna og byrja svo aftur að spila. Svo hafa árin bara bæst við og þegar við unnum okkur inn réttinn til að taka þátt í þessu Evrópumóti þá langaði mig virkilega að taka þátt í því, þannig að þetta hefur æxlast svona.“ Er það algengt að konur detti út úr fótboltanum þegar þær eignast börn?„Já, það er það, en mér finnst samt meira um það núna en áður að stelpur komi til baka eftir að hafa eignast börn. Í landsliðinu eru til dæmis tvær mæður núna þannig að þetta er að breytast, sem betur fer.“Þú berð hag kvennafótboltans mikið fyrir brjósti, ertu femínisti? „Mér finnst þetta erfitt orð, femínisti. Ég vil bara jafnrétti fyrir alla, ekki bara konur. Það er margt sem hallar á konur í þjóðfélaginu en það er líka margt sem hallar á karlmenn og mér finnst þurfa að horfa á það líka.“Það hefur mikið verið talað um að umfjöllun um kvennaíþróttir sé mun minni og slælegri en um karlana, ertu sammála því?„Já, mér finnst umfjöllunin um kvennaíþróttirnar oft mega vera meiri. Ég gæti talið upp mörg atriði sem hefðu mátt betur fara til að jafnræðis væri gætt þarna. Umfjöllunin hefur reyndar batnað mikið á síðustu árum, en hún mætti samt alveg vera betri.“Síðasti anginn af þeirri umræðu er um launamun dómara í karla- og kvennaleikjum, hvað finnst þér um hann, er hann eðlilegur? „Nei, eiginlega ekki. Mér finnst það lélegt. Ég veit að það er meiri hraði í karlaboltanum, eðlilega. Þeir eru með stærri vöðva og eru hraðskreiðari, en mér finnst þessi munur samt ekki eðlilegur. Það þarf líka að vera eftirsóknarvert að dæma kvennaleiki og það er bara þannig í lífinu að ef eitthvað er illa borgað þá sækist fólk ekki eftir því og bestu manneskjurnar fást ekki í þau störf. Það á við um dómarastarfið eins og allt annað þannig að mér finnst eðlilegt að launin séu jöfn.“Verst að tapa fyrir makanum Katrín mun leika með Umeå út október, en hvað tekur við að loknu tímabili? „Það verður örugglega bara vinna því að allt mitt sumarfrí hefur farið í landsliðsferðir og ég er núna í launalausu leyfi. Tek mér kannski viku í launalaust leyfi í viðbót til að fá einhverja hvíld, en það verður ekki meira.“Áttu einhver önnur áhugamál en fótboltann? „Já, já. Mér finnst til dæmis mjög gaman að spila alls kyns spil, bæði borðspil og venjuleg. Við gerum mikið af því fjölskyldan, ég, maðurinn minn og stjúpsonur. Það gengur oft á ýmsu og fer stundum allt í háaloft því ég er mjög tapsár og finnst mest óþolandi af öllu að tapa fyrir makanum, það gerir mig brjálaða. Mér finnst líka gaman að ferðast og fæ vonandi fleiri tækifæri til þess eftir að ég hætti í boltanum, því þótt honum fylgi mikil ferðalög þá er það allt öðruvísi, maður er alveg bundinn af dagskránni.“Þegar þú horfir yfir ferilinn sérðu þá eftir því að hafa látið fótboltann hafa svona mikinn forgang í lífi þínu? „Nei, ég sé ekki eftir einni mínútu sem ég hef eytt í fótbolta. En svona eftir á að hyggja hefði ég sennilega valið mér auðveldara nám ef ég hefði vitað hvað þetta er erfitt. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef keyrt mig dálítið langt niður með mikilli vinnu og fótbolta á sama tíma og það hefur oft verið erfitt. En árunum í fótboltanum sé ég ekki eftir og hugsa oft: Oh, af hverju er ég ekki fædd 1990 og á þetta allt eftir.“Gætirðu hugsað þér að gerast þjálfari? „Þessa spurningu fæ ég mjög oft og hef alveg velt því fyrir mér. En eins og staðan er núna þá langar mig ekki til þess. Kannski seinna, hver veit.“Fyrirliðinn Katrín leiðir kvennalandsliðið í síðasta sinn á EM í Svíþjóð.Þú ert búin að vera fyrirliði landsliðsins síðan 2007, er ekkert erfitt að sleppa hendinni af stelpunum? „Jú, þetta verða rosaleg viðbrigði, en ég reyni bara að ýta hugsuninni frá mér. Núna horfi ég bara á EM og einbeiti mér að því hvað ég geti gert til þess að liðinu gangi sem best.“ Hefurðu áhyggjur af liðinu eftir að þú hættir? „Nei, það hef ég ekki. Það eru að koma upp mjög efnilegar stelpur og fyrir eru miklir karakterar og leiðtogar í liðinu. Þær eiga eftir að blómstra og ég held að þetta verði miklu erfiðara fyrir mig heldur en þær.“Hvernig leggst Evrópumótið í þig? „Bara vel. Við erum í erfiðum riðli með Noregi, Hollandi og Þýskalandi, en ég vil meina að ef við náum að spila toppleik þá getum við gert stóra hluti. Markmiðið er að komast í átta liða úrslit og þá verðum að fá að minnsta kosti fjögur stig í riðlinum.“Og þú hefur trú á að það takist? „Já, ég hef fulla trú á því. Gengið hefur kannski ekki verið alveg eins og við hefðum óskað okkur undanfarið, en þetta er nýtt mót og góð stemning og mikil harka á æfingum. Við erum ekki að fara þarna bara til að taka þátt, við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess að ná lengra.“
Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira