Flestir ánægðir með Sigmund í embætti Brjánn Jónasson skrifar 2. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nýtur töluverðrar hylli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Um 44 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru ánægð með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar, sem gerð var fyrir helgi, finnst 32,1 prósenti Sigmundur hafa staðið sig frekar vel og 12,1 prósenti mjög vel. Þriðjungi aðspurðra þykir hann hvorki hafa staðið sig vel né illa. Alls sögðust 22,5 prósent telja Sigmund Davíð hafa staðið sig mjög eða frekar illa í starfi, þar af 8,8 prósent mjög illa. Mikill meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, 76,3 prósent, segist ánægður með störf Sigmundar Davíðs. Svipað hlutfall Sjálfstæðisfólks, 75 prósent, er sömu skoðunar. Innan við fimm prósent stuðningsmanna stjórnarflokkanna tveggja telja Sigmund Davíð hafa staðið sig illa. Staðan er heldur önnur hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Aðeins um þrettán prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og fimmtán prósent kjósenda Vinstri grænna telja Sigmund Davíð hafa staðið sig vel í embætti forsætisráðherra. Stuðningsmenn Pírata eru heldur ánægðari með forsætisráðherrann, 24 prósent þeirra telja hann hafa staðið sig vel. Sömu skoðunar er þriðjungur þeirra sem kjósa myndu Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú.Karlmenn eru almennt ánægðari með Sigmund Davíð en konur. Tæp 49 prósent karla telja hann hafa staðið sig vel í starfi samanborið við tæp fjörutíu prósent kvenna. Lítill munur er á afstöðu fólks til starfa Sigmundar Davíðs eftir búsetu, en íbúar landsbyggðarinnar eru almennt heldur jákvæðari í garð Sigmundar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 1.077 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa staðið sig í embætti forsætisráðherra? Alls tók 91 prósent afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Um 44 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru ánægð með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar, sem gerð var fyrir helgi, finnst 32,1 prósenti Sigmundur hafa staðið sig frekar vel og 12,1 prósenti mjög vel. Þriðjungi aðspurðra þykir hann hvorki hafa staðið sig vel né illa. Alls sögðust 22,5 prósent telja Sigmund Davíð hafa staðið sig mjög eða frekar illa í starfi, þar af 8,8 prósent mjög illa. Mikill meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, 76,3 prósent, segist ánægður með störf Sigmundar Davíðs. Svipað hlutfall Sjálfstæðisfólks, 75 prósent, er sömu skoðunar. Innan við fimm prósent stuðningsmanna stjórnarflokkanna tveggja telja Sigmund Davíð hafa staðið sig illa. Staðan er heldur önnur hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Aðeins um þrettán prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og fimmtán prósent kjósenda Vinstri grænna telja Sigmund Davíð hafa staðið sig vel í embætti forsætisráðherra. Stuðningsmenn Pírata eru heldur ánægðari með forsætisráðherrann, 24 prósent þeirra telja hann hafa staðið sig vel. Sömu skoðunar er þriðjungur þeirra sem kjósa myndu Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú.Karlmenn eru almennt ánægðari með Sigmund Davíð en konur. Tæp 49 prósent karla telja hann hafa staðið sig vel í starfi samanborið við tæp fjörutíu prósent kvenna. Lítill munur er á afstöðu fólks til starfa Sigmundar Davíðs eftir búsetu, en íbúar landsbyggðarinnar eru almennt heldur jákvæðari í garð Sigmundar en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 1.077 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 26. júní og fimmtudaginn 27. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa staðið sig í embætti forsætisráðherra? Alls tók 91 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira