Melódíusafnið til sölu en bara fyrir sérfróða Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2013 10:00 Jón Kr. Ólafsson reynir að koma safni sínu í örugga höfn og hyggst nú auglýsa það til sölu. Fréttablaðið/jón sigurður „Ég læt ekki einhver skriðdýr vaða í ævistarf mitt þegar ég hef sett upp tærnar,“ segir Jón Kr. Ólafsson, stofnandi og eigandi tónlistarsafnsins Melódíur minninganna á Bíldudal. Hann er á sjötugasta og þriðja aldursári og segist vilja tryggja framtíð þess. Hann hyggst auglýsa það til sölu en þó með einhverjum skilmálum. „Því auðvitað verð ég eitthvað í þessu meðan ég stend í lappirnar og er enn óruglaður,“ útskýrir hann. „En þarna eru mikil menningarverðmæti og þau verða að vera í höndum fólks sem hefur sérþekkingu á hlutunum. En ég er ekkert að segja að safnið verði að vera á Bíldudal um aldur og ævi.“ Safnið var opnað árið 2000 á þjóðhátíðardaginn, sem jafnframt er afmælisdagur Svavars heitins Gests sem átti marga muni sem safnið geymir. „Ég hef staðið í þessu einn í þrettán ár og þeir sem þekkja til kjaramála venjulegs verkafólks vita að það hefur ekki verið einfalt mál.“ Jón Kr. segir einnig nauðsynlegt að fagfólk komi að málum. Hann hefur reyndar fengið styrk til þess að láta sagnfræðinga skrá muni en þeirri vinnu er þó ekki lokið. Safnið er á neðri hæð heimilis Jóns og segir hann að það hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Ég fékk fyrir skemmstu plakat frá heimstenórnum okkar, Kristjáni Jóhannssyni, frá því hann var að debútera á Scala hér um árið. Þessari gersemi kem ég til dæmis hvergi fyrir. Ekki fer ég að hafa þetta inni hjá mér. Ég vil nú ekki fá alla heimsbyggðina inn á rúmstokk til mín þó eflaust væri gott að fá hluta af henni.“Kjóll af Ellý - jakki af Ragga Bjarna Meðal annarra safngripa má meðal annars nefna kjóla af Ellý Vilhjálms, Diddú og Helenu Eyjólfsdóttur og jakka af Ragnari Bjarnasyni og Hauki Morthens. „Svo er hérna mikið af skótaui af þessu liði, ýmis verk og fjöldi mynda,“ segir Jón. Jón Kr. hefur sjálfur sett sitt mark á melódískar minningar landans en hann söng til dæmis lagið „Ég er frjáls“ með hljómsveitinni Facon árið 1969. Hann hefur svo og gefið út fjölda hljómdiska, sungið í kvikmyndum eins og Börnum náttúrunnar auk þess sem hann hefur komið fram með mörgum af þekktustu dægurlagasöngvurum landsins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég læt ekki einhver skriðdýr vaða í ævistarf mitt þegar ég hef sett upp tærnar,“ segir Jón Kr. Ólafsson, stofnandi og eigandi tónlistarsafnsins Melódíur minninganna á Bíldudal. Hann er á sjötugasta og þriðja aldursári og segist vilja tryggja framtíð þess. Hann hyggst auglýsa það til sölu en þó með einhverjum skilmálum. „Því auðvitað verð ég eitthvað í þessu meðan ég stend í lappirnar og er enn óruglaður,“ útskýrir hann. „En þarna eru mikil menningarverðmæti og þau verða að vera í höndum fólks sem hefur sérþekkingu á hlutunum. En ég er ekkert að segja að safnið verði að vera á Bíldudal um aldur og ævi.“ Safnið var opnað árið 2000 á þjóðhátíðardaginn, sem jafnframt er afmælisdagur Svavars heitins Gests sem átti marga muni sem safnið geymir. „Ég hef staðið í þessu einn í þrettán ár og þeir sem þekkja til kjaramála venjulegs verkafólks vita að það hefur ekki verið einfalt mál.“ Jón Kr. segir einnig nauðsynlegt að fagfólk komi að málum. Hann hefur reyndar fengið styrk til þess að láta sagnfræðinga skrá muni en þeirri vinnu er þó ekki lokið. Safnið er á neðri hæð heimilis Jóns og segir hann að það hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Ég fékk fyrir skemmstu plakat frá heimstenórnum okkar, Kristjáni Jóhannssyni, frá því hann var að debútera á Scala hér um árið. Þessari gersemi kem ég til dæmis hvergi fyrir. Ekki fer ég að hafa þetta inni hjá mér. Ég vil nú ekki fá alla heimsbyggðina inn á rúmstokk til mín þó eflaust væri gott að fá hluta af henni.“Kjóll af Ellý - jakki af Ragga Bjarna Meðal annarra safngripa má meðal annars nefna kjóla af Ellý Vilhjálms, Diddú og Helenu Eyjólfsdóttur og jakka af Ragnari Bjarnasyni og Hauki Morthens. „Svo er hérna mikið af skótaui af þessu liði, ýmis verk og fjöldi mynda,“ segir Jón. Jón Kr. hefur sjálfur sett sitt mark á melódískar minningar landans en hann söng til dæmis lagið „Ég er frjáls“ með hljómsveitinni Facon árið 1969. Hann hefur svo og gefið út fjölda hljómdiska, sungið í kvikmyndum eins og Börnum náttúrunnar auk þess sem hann hefur komið fram með mörgum af þekktustu dægurlagasöngvurum landsins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira