Innlent

Umferðaröryggisgjald hækkar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Núna um mánaðamótin tóku gildi lög um Samgöngustofu.
Núna um mánaðamótin tóku gildi lög um Samgöngustofu. Fréttablaðið/Stefán
Umferðaröryggisgjald sem innheimt er við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta, hækkar í dag úr 400 krónum í 500 krónur.

Í tólftu grein laga númer 119/2012 um Samgöngustofu, sem gildi tóku í gær, er kveðið á um hækkunina.

„Í lögunum segir að leggja skuli á sérstakt umferðaröryggisgjald er renni til Samgöngustofu að fjárhæð 500 krónur,“ segir á vef Umferðarstofu, en ráðherra setur reglur um innheimtu gjaldsins og skil þess í ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×