Leikum með á menntandi hátt Ingilfeif Ástvaldsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar