Leikum með á menntandi hátt Ingilfeif Ástvaldsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun