Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar 5. júlí 2025 20:30 Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun