Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 17:30 „Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
„Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar