Leikum með á menntandi hátt Ingilfeif Ástvaldsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við lok skólaárs er við hæfi að velta fyrir sér hvað teljast framfarir og árangur. Við lifum á tímum þar sem framfarir teljast sjálfsagðar og árangur er eftirsóknarverður. Það má velta fyrir sér hvort allur árangur og allar framfarir teljast góð eða menntandi. Heimspekingurinn og menntafrömuðurinn John Dewey, sem var uppi á fyrri hluta 20. aldar, segir að menntun eigi rætur sínar í reynslu einstaklingsins. Hann gengur út frá því að óhjákvæmileg tengsl séu milli náms, menntunar og persónulegrar reynslu. Það er skoðun hans að öll sönn menntun eigi sér stað með tilstyrk reynslu. En það merkir samt ekki að öll reynsla stuðli að sannri og jafngóðri menntun. Eins og hann segir sjálfur þá á ekki að leggja að jöfnu reynslu og menntun því sum reynsla er neikvæð í menntunarlegu tilliti. Að hans mati getur tiltekin reynsla til dæmis leitt til tilfinningaleysis og sljóleika. Enn fremur getur tiltekin reynsla leitt til þess að auka sjálfvirka færni manns og leitt til þess að hann festist í vana og sjálfvirkni. Upplifun getur líka verið stundargaman sem skilur lítið eftir af sannri reynslu. Reynsla af þessu tagi minnkar líkurnar á að einstaklingurinn hafi burði til að nýta sér síðari reynslu til menntunar. Það getur orðið til þess að upplifanir eru þá teknar rétt eins og þær koma fyrir, annaðhvort sem skemmtun eða sem óánægja eða uppreisn. Undir slíkum kringumstæðum er vart hægt að tala um sjálfstjórn eða stjórn á eigin reynslu og þar með sannri menntun og framförum.Auðvelt að verða þræll Ástæða þess að ég vel að draga fram aldargamla menntunarkenningu við lok skólaársins er sú að hún á enn við þegar við lítum til þess síbreytilega heims sem börnum okkar er búinn í dag. Tölvur og samskiptatæki eiga núorðið æ stærri hlut af veruleika þeirra. Og það mun ekki minnka. Það er og verður þannig að börn nútímans og framtíðarinnar muna ekki þá tíð þegar ekki var til internet, myndsímtöl, tölvur, snjallsímar, leitarvélar eða öpp. Hlutur þessara tækja í lífi þeirra mun bara aukast í framtíðinni. Jafnhliða sprettur fram þörfin fyrir kaup á nýjum tækjum inni í skólunum og sölumennskan og tíska láta á sér kræla. Þá stöndum við skólafólk frammi fyrir þeirri spurningu hvort við ætlum að bjóða nemendum þroskavænlegar aðstæður þar sem tölvur og samskiptatæki eru hluti af því að búa þeim sanna og menntandi reynslu. Enda segir Dewey að langmikilvægasta viðhorfið sem getur myndast meðal manna sé löngunin til að halda áfram að læra. Það er auðvelt að verða þræll tölvutækninnar og nýta hana sem stundargaman og festast þar með í sljóleika, vana og sjálfvirkri færni. Það er líka auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og taka ekki þátt í framþróuninni og halda að þannig muni hún hverfa og ekki hafa áhrif á veruleika okkar, hvorki í nútíð eða framtíð. Heimurinn er í framþróun og skólastarf nútímans verður að leika með. En raddir sölumennskunnar eða tískunnar eiga ekki að setja leikreglurnar. Það er skólafólksins að velja meðvitað að leika með á menntandi hátt, annars eigum við á hættu annaðhvort að hrífast af gylliboðum sölumanna eða starfa í sljóleika og vana og verða steinrunnin eins og nátttröll sem ekki nær heim fyrir sólarupprás. Heimurinn er á hreyfingu og því er kyrrstaða ekki valkostur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun