Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu Svavar Hávarðsson. skrifar 10. júní 2013 06:30 Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót. Eftir að síðasti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun er ljóst að vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullum afköstum hennar. Fréttablaðið/Valli Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira