Innlent

Ætla að borga 590 milljónir króna í arð

Í stjórn Árni Hauksson er stjórnarformaður og Hallbjörn Karlsson er í stjórn Haga. Félag þeirra, Hagamelur, á 7,9 prósenta hlut í félaginu og á því von á tæplega 48 milljóna króna arðgreiðslu. Fréttablaðið/GVA
Í stjórn Árni Hauksson er stjórnarformaður og Hallbjörn Karlsson er í stjórn Haga. Félag þeirra, Hagamelur, á 7,9 prósenta hlut í félaginu og á því von á tæplega 48 milljóna króna arðgreiðslu. Fréttablaðið/GVA
Viðskipti Einn kemur nýr inn í stjórn Haga hf. á aðalfundi félagins sem fram fer á föstudag. Sjálfkjörið er í stjórnina. Árni Hauksson er sem fyrr stjórnarformaður. Stefán Árni Auðólfsson lögmaður kemur nýr inn í stjórnina. Hann er á 41. aldursári og starfar hjá Lögmönnum Bankastræti slf. Hann á sæti í stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Eglu hf. „Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Í ávarpi stjórnarformanns í nýbirtri ársskýrslu Haga kemur fram að leggja eigi til á aðalfundi félagsins 0,50 króna arðgreiðslu á hlut, en í fyrra nam greiðslan 0,45 krónum á hlut. „Heildarupphæð arðgreiðslunnar verður þá tæpar 590 milljónir króna. Til samanburðar mun félagið greiða 606 milljónir króna í skatta á árinu, eða hærri fjárhæð en hluthafar fá til sín,“ segir Árni í ávarpi sínu. Hann segir arðsemi eigin fjár félagsins hafa verið „afbragðsgóða“ undanfarin ár. Arðgreiðslum hafi engu að síður verið stillt í hóf. Tillaga stjórnar um arð á árinu 2013 hljóði upp á tæp 20 prósent af hagnaði ársins.- óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×