Lífið

Óvænt uppistand í Berlín

Marín Manda skrifar
Jóhann Alfreð, einn meðlima Mið-Ísland hópsins, var fyndinn í Berlín.
Jóhann Alfreð, einn meðlima Mið-Ísland hópsins, var fyndinn í Berlín. Fréttablaðið/Vilhelm

„Það er skemmtistaður hér í borginni sem er með svokölluð „open mic“ kvöld um það bil tvisvar í mánuði og þá má fólk spreyta sig. Strákarnir plötuðu mig í þetta svo ég sló til og þetta var bara gaman,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, einn af meðlimum uppistandshópsins Mið-Ísland.

Hann er staddur í Neukölln í Berlín í vikufríi ásamt fjórum félögum sínum um þessar mundir. Fyrir hreina tilviljun var Jóhann Alfreð með uppistand á ensku á skemmtistað í Berlínarborg þegar hann og vinirnir gerðu sér glaðan dag og fóru út á lífið.

„Þetta var ekkert stórt, bara tilraunakvöld á skralli með strákunum hér í Berlín,“ segir Jóhann Alfreð glaður í bragði.

Mið-Ísland er komið í sumarfrí en þeir félagar slá ekki slöku við og munu nota sumarið til að vinna að nýju efni og undirbúa uppistand fyrir landsbyggðarfólk sem þeir flytja í haust. Það eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson, Jóhann Alfreð og Björn Bragi sem skipa Mið-Ísland en þeir hafa meðal annars verið með sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.