Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt 4. júní 2013 07:00 Mynd/Hörður Jónasson „Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á. Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á.
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira