Hyggjast gera upp Keflavik Music Festival 13. nóvember 2013 08:00 mynd/anton brink „Uppgjör á festivalinu stendur núna yfir,“ segir DJ Óli Geir, en hann komst í fjölmiðla fyrr á árinu sem einn skipuleggjenda Keflavik Music Festival. Eins og margir muna ef til vill eftir voru tónlistarmenn afar ósáttir við skipulag hátíðarinnar og gagnrýndu DJ Óla Geir og félaga hans, Pálma Þór Erlingsson, sem einnig var í forsvari fyrir hátíðina, harðlega fyrir vikið. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. „Við erum að gera upp við þá íslensku tónlistarmenn sem eftir eru þessa dagana. Við erum að gera þetta hægt og rólega eftir allt sem gekk á. Við stefnum að því að vera búnir að gera upp við alla fyrir áramót,“ bætir Óli Geir við. „Það var aldrei inni í myndinni að gera ekki upp við eitthvert atriði þó svo að hátíðin hafi endað í stóru tapi sem hljóp á milljónum,“ segir Óli Geir jafnframt. Hljómsveitin Skálmöld var meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni. Kristinn Thorarensen, umboðsmaður hljómsveitanna Skálmaldar, Vintage Caravan og 1860, segist ekkert hafa heyrt frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í langan tíma. „Þeir komu til okkar að fyrra bragði til þess að gera upp, stuttu eftir hátíðina. Síðan hef ég sent fjölda tölvupósta og meðal annars talað tvisvar við Pálma í síma. Hann var boðinn og búinn til að leysa málið, en síðan hef ég ekkert heyrt. Ég tel mig, og okkur, hafa sýnt þeim mikinn skilning,“ segir Kristinn. „Ég hef reynt að fá þá til að setjast niður með okkur í góðu og leysa málin, en hef engin svör fengið enn,“ bætir Kristinn við. „Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann. Fréttastofa ræddi við meðlimi þriggja hljómsveita til viðbótar sem komu fram á hátíðinni en vildu ekki koma fram undir nafni. Hljómsveitirnar höfðu ekkert heyrt frá Óla Geir og Pálma, forsvarsmönnum hátíðarinnar, og vissu ekki hvort eða hvenær von væri á greiðslu. Einn meðlimur hjómsveitar, sem fréttastofa nálgaðist, hafði þó heyrt frá þeim en enga greiðslu fengið. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Uppgjör á festivalinu stendur núna yfir,“ segir DJ Óli Geir, en hann komst í fjölmiðla fyrr á árinu sem einn skipuleggjenda Keflavik Music Festival. Eins og margir muna ef til vill eftir voru tónlistarmenn afar ósáttir við skipulag hátíðarinnar og gagnrýndu DJ Óla Geir og félaga hans, Pálma Þór Erlingsson, sem einnig var í forsvari fyrir hátíðina, harðlega fyrir vikið. Fjölmargar hljómsveitir hættu við að spila á hátíðinni þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. „Við erum að gera upp við þá íslensku tónlistarmenn sem eftir eru þessa dagana. Við erum að gera þetta hægt og rólega eftir allt sem gekk á. Við stefnum að því að vera búnir að gera upp við alla fyrir áramót,“ bætir Óli Geir við. „Það var aldrei inni í myndinni að gera ekki upp við eitthvert atriði þó svo að hátíðin hafi endað í stóru tapi sem hljóp á milljónum,“ segir Óli Geir jafnframt. Hljómsveitin Skálmöld var meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni. Kristinn Thorarensen, umboðsmaður hljómsveitanna Skálmaldar, Vintage Caravan og 1860, segist ekkert hafa heyrt frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í langan tíma. „Þeir komu til okkar að fyrra bragði til þess að gera upp, stuttu eftir hátíðina. Síðan hef ég sent fjölda tölvupósta og meðal annars talað tvisvar við Pálma í síma. Hann var boðinn og búinn til að leysa málið, en síðan hef ég ekkert heyrt. Ég tel mig, og okkur, hafa sýnt þeim mikinn skilning,“ segir Kristinn. „Ég hef reynt að fá þá til að setjast niður með okkur í góðu og leysa málin, en hef engin svör fengið enn,“ bætir Kristinn við. „Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann. Fréttastofa ræddi við meðlimi þriggja hljómsveita til viðbótar sem komu fram á hátíðinni en vildu ekki koma fram undir nafni. Hljómsveitirnar höfðu ekkert heyrt frá Óla Geir og Pálma, forsvarsmönnum hátíðarinnar, og vissu ekki hvort eða hvenær von væri á greiðslu. Einn meðlimur hjómsveitar, sem fréttastofa nálgaðist, hafði þó heyrt frá þeim en enga greiðslu fengið.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira