Fleiri hætta við Keflavík Music Festival Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. júní 2013 18:49 Röyksopp áttu að spila annað kvöld á Keflavík Music Festival. Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni. Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni.
Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35
Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42
Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03