Fleiri hætta við Keflavík Music Festival Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. júní 2013 18:49 Röyksopp áttu að spila annað kvöld á Keflavík Music Festival. Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni. Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Norska raftónlistarsveitin Röyksopp hefur aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem fram fer um helgina. Hljómsveitin, sem átti að koma fram annað kvöld, bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa hætt við að spila á hátíðinni. Mikil óánægja hefur ríkt meðal tónlistarfólks um hátíðina og kvartað er undan aðstöðuleysi, vanefndum samningum og dónaskap frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Í gærkvöldi hættu hljómsveitirnar Ensími og Sign við að spila, og í dag tilkynntu þeir KK og Bubbi Morthens að þeir hygðust sleppa tónleikum sínum. Nú hefur fyrrnefnd sveit, Röyksopp, tilkynnt fjarveru sína og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeim hafi verið ráðlagt að hætta við vegna samningsbrota við aðra listamenn á hátíðinni. Þá hefur Samúel Jón Samúelsson Big Band afboðað, og heimildarmaður Vísis segir marga listamenn vera að íhuga að gera slíkt hið sama. Skrifstofa hátíðarinnar er sögð vera lokuð og enginn að selja aðgöngumiða og armbönd. „Í skásta falli dónaskapur og í verstu tilfellum glæpastarfsemi," sagði hljómsveitin Skálmöld í yfirlýsingu sinni um hátíðina, en sveitin spilaði þar í gær þrátt fyrir að ljósamenn hafi neitað að kveikja vegna þess að þeim höfðu ekki verið greidd laun. Ekki náðist í Ólaf Geir Jónsson, skipuleggjanda hátíðarinnar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hafa bæst í hóp þeirra sem afboðað hafa tónleika sína á hátíðinni.
Tengdar fréttir Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35 Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42 Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku. 7. júní 2013 13:35
Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga. 7. júní 2013 12:42
Outlandish hæstánægðir með KMF Danska hiphop hljómsveitin Outlandish steig á stokk í Reykjaneshöllinni á Keflavík Music Festival í gærkvöldi og virtust ánægðir með tónleikana. 7. júní 2013 15:03