Innlent

Fékk grjóthnullung frá vörubíl í rúðuna með kornabarn í aftursætinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Elín segir ótrúlegt að ekkert hafi verið breitt yfir farm vörubifreiðarinnar.
Elín segir ótrúlegt að ekkert hafi verið breitt yfir farm vörubifreiðarinnar.
„Ég var bara heppin að hnullungurinn fór ekki í gegnum rúðuna, þá hefði hann farið beint í andlitið á mér,“ segir Elín Þórdís Gísladóttir, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í dag að fá grjóthnullung af vörubíl beint á framrúðu bifreiðar sinnar.

Elín var á leið í Kópavog eftir Kringlumýrarbraut og var við bensínstöðina N1 þegar atvikið átti sér stað.

Höggið varð svo mikið við hnullunginn að rúðan brotnaði í gegn og glerbrot og flísar þeyttust um bifreiðina.

„Ég var með 16 mánaða dóttur mína með mér. Sem betur fer er allt í lagi með okkur en bíllinn var næstum því óökuhæfur, það sást varla út um framrúðuna,“ segir Elín í samtali við Vísi.

Elín segir vörubílinn hafa verið að aka með mikið af sandi og grjóti og ekkert hafi verið breitt yfir farminn.

„Ég hugsaði með mér rétt áður en þetta gerðist að það væri vafasamt að ekkert væri breitt yfir sandinn og grjótið og hafði ekki sleppt þeirri hugsun þegar hnullungurinn skelltist á rúðuna,“ segir Elín sem náði ekki bílnúmerinu á bifreiðinni og  biður þá sem geta haft upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna.

Framrúða bifreiðar Elínar er ónýt.
Elín biður þá sem geta haft upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna.
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×