Innlent

Málverk eftir Francis Bacon fór á rúma sautján milljarða

Verkið er í þremur hlutum en það er af góðvini Bacons, Lucien Freud.
Verkið er í þremur hlutum en það er af góðvini Bacons, Lucien Freud. Mynd/AFP
Málverk eftir breska listamanninn Francis Bacon seldist á uppboði hjá Christies í New York í gær fyrir metfé. Verkið sýnir vin Bacons, Málarann Lucian Freud frá þremur sjónarhornum og eftir sex mínútna baráttu var það slegið á  142 milljónir dollara, eða um sautján og hálfan milljarð íslenskra króna.

Það er hæsta verð sem nokkurntíman hefur fengist fyrir listaverk á uppboði en gamla metið átti mynd norska málarans Edward Munch, Ópið, sem seldist í fyrra á 120 milljónir dollara. Þetta tiltekna verk Bacons er talið hans merkasta og hafði það aldrei komið í sölu áður en það var málað árið 1969. Nafn kaupandans hefur ekki verið gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×