Lífið

Fer með hlutverk Jacqueline Kennedy

Ginnifer Goodwin fer með hlutverk Jacqueline Kennedy í nýrri kvikmynd National Geographic-sjónvarpsstöðvarinnar.
Ginnifer Goodwin fer með hlutverk Jacqueline Kennedy í nýrri kvikmynd National Geographic-sjónvarpsstöðvarinnar. Nordicphotos/getty

Sjónvarpsstöðin National Geographic hyggst framleiða kvikmynd um forsetahjónin John og Jacqueline Kennedy. Myndin hefur hlotið titilinn Killing Kennedy og skartar Rob Lowe og Ginnifer Goodwin í aðalhlutverkum. Handritið er byggt á samnefndri bók Bills O‘Reilly og Martins Dugard og hefst árið 1959, árið sem John F. Kennedy tilkynnti framboð sitt. Myndinni verður leikstýrt af Nelson McCormick og hefjast tökur í júní. „Við erum spennt fyrir samstarfinu með Goodwin og Lowe,“ sagði Howard T. Owens, forstjóri National Geographic-stöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.