Lífið

Öll stóru nöfnin úr bransanum

Össur Hafþórsson og linda mjöll þorsteinsdóttir, eigendur reykjavík Ink. sem skipuleggur hátíðina.
fréttablaðið/gva
Össur Hafþórsson og linda mjöll þorsteinsdóttir, eigendur reykjavík Ink. sem skipuleggur hátíðina. fréttablaðið/gva

Hátíðin Icelandic Tattoo Convention verður haldin í áttunda sinn 6. til 8. júní. „Hátíðin er búin að skapa sér góðan sess. Mikið af Íslendingum hefur komið og svo erum við alltaf að sjá fleiri og fleiri erlenda ferðamenn sem koma sérstaklega á hátíðina. Þetta verður góður menningarviðburður,“ segir Össur Hafþórsson, annar af eigendum Reykjavík Inc. sem skipuleggur hátíðina.

Aðspurður telur hann að um tvö þúsund manns hafi sótt hátíðina í fyrra en í ár verður hún haldin í portinu hjá Bar 11, Hverfisgötu 18. Líkt og áður er um alþjóðlega hátíð að ræða og koma húðflúrarar víðs vegar að úr heiminum og skapast því gott tækifæri fyrir húðflúrsunnendur til að kynna sér ýmsar stefnur og strauma í húðflúrsmenningunni í dag. „Það er 21 erlendur listamaður að koma. Þetta eru öll stóru nöfnin úr bransanum og einhverjir nýir líka,“ segir Össur.

Fulltrúar frá hinu virta tímariti Tattoo Artist Magazine mæta einnig á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.