Innlent

Drómasýki og bóluefni tengd

Svavar Hávarðsson skrifar
Engin tengsl fundist hér á landi. fréttablaðið/vilhelm
Engin tengsl fundist hér á landi. fréttablaðið/vilhelm

Drómasýki hjá fullorðnum einstaklingum tengist bólusetningu með bóluefninu pandemrix í Finnlandi, segir í tilkynningu finnsku lýðheilsustöðvarinnar (THL). Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að nýleg rannsókn þar í landi leiði í ljós rúmlega þrefalda hættu á drómasýki hjá einstaklingum á aldrinum 20-65 ára sem bólusettir voru með pandemrix á árunum 2009-2010.

Á Íslandi hafa ekki sést markverð tengsl á milli drómasýki og bólusetningar með bóluefninu pandemrix. Áður höfðu borist óljósar fréttir um að hætta á drómasýki hefði aukist lítillega í fullorðnum eftir pandemrix-bólusetningu á sumum svæðum í Svíþjóð og Frakklandi en ekki öðrum Evrópulöndum. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×