Innlent

Velta vanda mögulega áfram

Fundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni á miðvikudag.
Fréttablaðið/GVA
Fundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni á miðvikudag. Fréttablaðið/GVA

Ákvæði í stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um að til greina komi stofnun „sérstaks leiðréttingarsjóðs“ til að ríkisstjórnin nái markmiðum sínum í tengslum við skuldaleiðréttingar eru í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar ekki sögð hljóma vel.

„Með því er gefið til kynna að vandanum verði velt áfram með myndun sjóðs,“ segir þar. Bent er á að margir hafi hneykslast á því að almenningur ætti að „borga fyrir meintan forsendubrest ákveðins hóps“, en sannleikurinn um leið sagður sá að við hrunið hafi orðið fjárhagsáföll hjá svo mörgum að óhjákvæmilegt væri annað en að bregðast við þeim.

„Þær leiðir sem farnar hafa verið hafa ekki lokað málinu.“ Mikil fyrirheit eru sögð falin í stjórnarsáttmálanum í tengslum við leiðréttinguna á verðbólguskoti áranna 2007 til 2010.

Fyrirvari um að beita megi „fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða“ geti hins vegar bent til þess að aðgerðirnar dugi ekki þeim sem verst eru staddir. „Mikið slys væri að ganga ekki alla leið í þetta sinn eins og segir í sáttmálanum: Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart lánastofnunum verður að linna,“ segir í Vísbendingu.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×