Innlent

Svandís og Helgi kjörin

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar

Helgi Hjörvar var í gær kjörinn nýr formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Helgi skipaði annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Oddný G. Harðardóttir var kjörin varaformaður þingflokksins og Kristján L. Möller ritari.

Svandís Svavarsdóttir var einnig í gær kjörin formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Svandís er fráfarandi umhverfisráðherra og skipaði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn varaformaður þingflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir ritari.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×