Innlent

Verðbólgan ekki verið minni í tvö ár

Í búðarferð Hagstofan birtir verðbólgumælingu sína næsta miðvikudag. Fréttablaðið/Stefán
Í búðarferð Hagstofan birtir verðbólgumælingu sína næsta miðvikudag. Fréttablaðið/Stefán

Tólf mánaða verðbólga stendur í stað í 3,3 prósentum í maí samkvæmt nýjum spám greiningardeilda Arion banka og Íslandsbanka.

Greining Íslandsbanka bendir á að verðbólga hafi þá ekki verið minni í tvö ár. Greiningardeild Arion banka bendir á að krónan hafi veikst um tvö prósent frá verðlagsmælingu Hagstofunnar í apríl. Veikingin hafi haldið aftur af lækkunum í mælingu vísitölu neysluverðs í síðustu viku.

„Hins vegar mælist styrking krónunnar 7,5 prósent frá hæsta gildi hennar frá því í lok janúar sem gefur söluaðilum svigrúm til lækkunar eins og sýndi sig á verði nýrra bíla, eldsneytis og matvöru í verðkönnun okkar fyrir maí.“

Þá er mikil óvissa sögð í spánni fyrir næstu mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni í júní, en fari svo hækkandi fram á haustið.

„Þá verður að hafa í huga að gerð kjarasamninga er yfirvofandi næstkomandi haust og er hætt við því að launþegar geri kröfur um ríflegar launahækkanir,“ segir greiningardeild Arion banka. Um leið er bent á að ríkisstjórnin sem verið sé að mynda hafi sem yfirlýst markmið að lækka skatta og auka þensluhvetjandi aðgerðir.

„Ef slíkar aðgerðir koma til of snemma og of hratt má gera ráð fyrir að þær torveldi Seðlabankanum að ná niður verðbólguvæntingum sem leiðir til þess að verðbólga hjaðnar hægar en ella.“- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×