Scooter, Snap! og Vengaboys til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 21. maí 2013 11:00 „Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp