Scooter, Snap! og Vengaboys til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 21. maí 2013 11:00 „Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party. Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
„Þetta verður stærsta „næntís“-partí Íslandssögunnar,“ segir plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot. Þýsku hljómsveitirnar Scooter og Snap!, ásamt hinni hollensku Vengaboys, spila á mikilli tónlistarhátíð í Laugardalshöll 9. nóvember þar sem tónlist tíunda áratugarins verður í hávegum höfð. „Þetta er „konsept“ sem hefur verið í gangi í Noregi sem heitir We Love the 90"s. Þar er verið að taka stóra listamenn frá þessum áratug og skella þeim saman í eina stóra risaveislu. Það er alveg tilvalið að gera eitthvað slíkt hérna heima líka,“ segir Kiddi, sem er talsmaður hátíðarinnar hérlendis. Hann er mjög spenntur fyrir hljómsveitunum sem stíga á svið. „Þetta eru sjúk nöfn. Scooter hefur komið hingað áður [2004] og hann einn fyllti Höllina. Núna eru Snap! og Vengaboys líka. Ég hef séð Scooter og Snap! á tónleikum og þau leggja sig öll fram við að ná upp stemningu í hæsta gæðaflokki.“ Aðspurður segir hann markaðinn tvímælalaust vera fyrir hendi fyrir svona tónleika hér á landi og er sannfærður um að Laugardalshöll verði stútfull. „Ég er að vinna sem plötusnúður allar helgar og ég finn fyrir því að það er markaður fyrir þetta.“ Á We Love The 90's-hátíðinni í Noregi í apríl síðastliðnum komu fram Salt N' Pepa, Snap! og Jenny úr hljómsveitinni Ace Of Base. Alls komu tuttugu flytjendur fram á hátíðinni. Hún var haldin í Telenor Arena í Ósló, sem tekur um 23 þúsund manns. Teknóhljómsveitin Scooter hefur selt yfir 25 milljónir platna um heim allan. Í heimalandinu Þýskalandi hefur hún náð 23 lögum á topp tíu listann, sem er met þar í landi. Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið J'adore Hardcore, sem kom út árið 2009. Snap! var stofnuð árið 1989 af upptökustjórunum Michael Münzing og Luca Anzilotti. Margir hafa komið við sögu í hljómsveitinni en rapparinn Turbo B er þekktastur, enda söng hann hin vinsælu lög The Power og Rhytm Is A Dancer. Vengaboys er hugarfóstur Hollendinganna Wesslen van Diepen og Dennis van den Driesschen. Sveitin er þekktust fyrir lögin Boom, Boom, Boom, Boom!!, sem er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan, We‘re Going to Ibiza og We Like to Party.
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira