Innlent

360° bíllinn kominn á kreik

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Bíll frá Já 360 mun mynda helstu kennileiti þannig að 360 gráða sýn fáist. Hann var kynntur fyrir helgi.
Bíll frá Já 360 mun mynda helstu kennileiti þannig að 360 gráða sýn fáist. Hann var kynntur fyrir helgi. Fréttablaðið/Pjetur

Sérútbúinn myndatökubíll frá Já mun á næstu vikum og mánuðum mynda helstu kennileiti og ferðamannastaði hér á landi, sem og fjölfarnar götur í þéttbýli.

Þá verður myndað meðfram hringveginum. Þjónustan kallast Já 360 og vísar til gráðanna í hring, en bíllinn mun fanga útsýni til allra átta. Þetta er sambærilegt Street View hjá Google.

Hvort sú hefð mun skapast hér, eins og gerðist hjá Google, að fólk flykkist að bílnum til að vera með á myndunum, skal ósagt látið en hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins í rauntíma á vefnum.

Já hefur upplýst Persónuvernd um áætlanir félagsins. Ekki er reiknað með að andlit fólks muni almennt þekkjast á myndum, en í sumum tilfellum gæti svo verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×