Innlent

Fólk þarf að ná nægum svefni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ferðamenn á ferð Uppgangur ferðaþjónustu kallar á mikla vinnu í greininni.
Ferðamenn á ferð Uppgangur ferðaþjónustu kallar á mikla vinnu í greininni. Fréttablaðið/Valli
FerðaþjónustaÍ dreifibréfi til fyrirtækja í ferðaþjónustu segist Vinnueftirlitið að gefnu tilefni vekja athygli á gildandi vinnutímaákvæðum.

Bréfið, sem sent var fyrr í mánuðinum, fór einnig til samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga og víðar. Bent er á að ákvæði sem varða vinnutíma hafi verið fest í lög til þess að vernda heilsu vinnandi fólks.

„Rannsóknir hafa sýnt að næturvinna og óreglulegur vinnutími geta haft áhrif á athyglisgáfu og viðbragðsflýti. Það er því þýðingarmikið að nætur- og vaktavinna sé skipulögð á þann hátt að sem minnst verði dregið úr eðlilegum svefni og hvíld starfsmanns,“ segir í bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×