Skal hringja í Heklugeggjara ef gos hefst Svavar Hávarsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Mynd/Vilhelm "Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
"Ég hef skýr fyrirmæli frá allstórum hópi útlendinga um að hringja ef Hekla byrjar að gjósa. Þegar eldgos hefst taka þegar gildi pantanir á hótelherbergjum fyrir þetta fólk," segir Anders Hansen, ferðaþjónustubóndi í Heklusetrinu á Leirubakka. Rétt fyrir hádegi í gær lýsti Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Sjö jarðskjálftar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum, sem eru úr takti við það sem vísindamenn eiga að venjast við Heklurætur. Jarðhræringar eru ekki útilokaðar og er fólki ráðið frá því að ganga á fjallið næstu daga. Anders segir að tilkynning yfirvalda hafi fljótt haft sín áhrif. "Síminn byrjaði að hringja strax eftir tilkynninguna. Fólk er forvitið um fjallið." Anders hefur hins vegar ekkert orðið var við skjálftana að undanförnu og segir heimilisfólk aldrei finna þessa litlu skjálfta. "Við fylgjumst samt með, eins og flestir sem hér búa og horfa til Heklu nokkrum sinnum á dag." Hótelhaldararnir á Leirubakka hafa lista af áhugafólki um Heklu, þar sem krafan er að hringja ef nokkuð öruggt er að Hekla sé að fara að gjósa. "Þetta er fólk frá Evrópu og Ameríku, en það hefur ekki reynt á þetta enn þá. Þessi hópur á frátekið herbergi þegar eitthvað gerist. Það eru þúsundir manna sem koma til Íslands vegna Heklu. Margir hafa lesið um fjallið sem börn, sem hefur mikið aðdráttarafl," segir Anders.Drottningin sefur enn, sýndi engin merki þess í gær að eitthvað stæði til. Mynd/VilhelmSverrir Haraldsson, 85 ára bóndi í Selsundi, hefur á langri ævi séð fimm Heklugos, það fyrsta árið 1947. "Ef þið takið af mér mynd, þá hendi ég ykkur út. En ég skal segja ykkur frá Heklu," segir Sverrir og lýsir stóra gosinu 1947 sem "eina gosinu sem vert er að minnast". Sverrir, þá um tvítugt, vaknaði við snarpan jarðskjálfta og leit þá út um norðurglugga íbúðarhússins, sem sneri að fjallinu. "Þá var eldurinn að koma upp. Ég hef aldrei skilið í sögnum af upphafinu á því gosi. Ég sá svartan mökk standa úr fjallinu norðaustanverðu en ekki úr toppnum, eins og menn segja. En það gos var helvíti svakalegt. Um hádegi fórum við út að Rangá og þá var rétt ratljós, svo dimmt var orðið. Það var óhugnanlegt. Þá gaus hún 29. mars og fjallið heldur kannski upp á það á föstudaginn. En mér hefur aldrei verið illa við Heklu, það eru frekar jarðskjálftarnir sem gera usla. Mér er illa við þá," segir Sverrir.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira