Um tilfinningar og staðreyndir Sigrún Blöndal skrifar 26. mars 2013 06:00 Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn. Fljótið er á sínum stað en ásýnd þess hefur breyst og lífríki sömuleiðis þó að það sé fjarri því „dautt“ eins og sumir halda fram. Hvað gengur mönnum til með þessum yfirlýsingum? Koma upplýsingar um ástand lífríkis Lagarfljóts stórkostlega á óvart? Það er harla ólíklegt nema kannski fólki sem býr utan svæðisins og á sjaldan – eða aldrei leið um Fljótsdalshérað. Væri ekki nær að fólk kynnti sér raunveruleikann og reyndi að horfa á málið frá sjónarhorni íbúa á svæðinu? Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og framkvæmdir í framhaldinu voru hugsaðar til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Framkvæmdirnar ollu gríðarlegum deilum, bæði innan fjórðungs og utan og enn er umræðuefnið eldfimt í sumum fjölskyldum. En horfum á stöðuna árið 2013. Finnst þeim sem gráta Lagarfljót skipta einhverju að atvinnutækifærin sem framkvæmdirnar sköpuðu gerðu fjölda fólks kleift að snúa aftur til sinna heimahaga og nýta margvíslega menntun sína? Finnst þeim einhverju skipta að um 800 manns á Austurlandi hafa atvinnu í álverinu eða við afleidd störf. Finnst þeim einhverju skipta að nú eru að verða mögulegar almenningssamgöngur á Austurlandi vegna stærðar atvinnusvæðisins? Skiptir einhverju að atvinnuleysi á Austurlandi er aðeins um 3%? Er það til hins verra fyrir lífríki landsins að Jökulsá á Dal stefnir í að verða góð laxveiðiá?Rangar fullyrðingar Í umræðunni undanfarna daga hafa menn dregið ýmislegt fram máli sínu til stuðnings um að á Fljótsdalshéraði sé allt á fallandi fæti; svo mjög að þar standi fjöldi auðra bygginga - með myglusveppi. Það er dapurlegt að menn skuli ekki einu sinni hafa fyrir að afla sér upplýsinga þannig að farið sé með rétt mál. Hér eru íbúðir, líkt og á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki er búið í. Hér, eins og annars staðar, ætluðu menn sér um of og byggðu umfram þörf. Fullyrðingar um að húsnæði sé allt undirlagt af myglusveppi eru beinlínis rangar. Oft er talað um umræðuhefð á Íslandi og notkun gífuryrða. Fullyrðingar um að Lagarfljót sé „dautt“ eru dæmi um slíkan málflutning og engum til framdráttar. Rannsóknir voru gerðar og ályktanir dregnar um umhverfisáhrif sem margar hafa gengið eftir. Segja má að ýmislegt hefði mátt rannsaka betur sem hugsanlega hefði leitt til ákvörðunar um frekari mótvægisaðgerðir. Það er þó ekki hægt að segja nú hvort frekari upplýsingar hefðu breytt einhverju um lokaákvörðunina. Margt hefði þurft að undirbúa betur í framkvæmdaferlinu, t.d. að styrkja heilbrigðisstofnanir, vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit til að takast á við stóraukin verkefni. Starfsfólk margra stofnana vann þrekvirki meðan á framkvæmdunum stóð en stofnanirnar sitja að nokkru leyti enn uppi með fjárhagshalla sem erfitt hefur reynst að fá leiðréttan. Staðreyndin er sú að á bökkum Lagarfljóts lifir fólk ágætu lífi. Að tala eins og sumir undanfarið er fjarstæða. Hér er fádæma náttúrufegurð og gott mannlíf sem við njótum og bjóðum öðrum að njóta með okkur við fljótsins dreymnu ró.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar