Geðheilbrigðismál barna eru forgangsmál Fanný Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Í mínu daglega starfi kem ég oft að málefnum barna með misalvarlegar geðraskanir og þekki því mjög vel þá þröskulda sem mæta bæði börnum og foreldrum. Það er mín tilfinning að á undanförnum árum hafi þeim börnum fjölgað sem sýna ýmiss konar kvíðaraskanir og vanlíðan. Á hverjum degi glímir fjöldi fjölskyldna við vandamál sem fylgja geðröskun barna og unglinga. Fjölskyldur upplifa erfiðleika og vanmátt við að rekja sig áfram í kerfinu og leita eftir þeirri aðstoð sem þörf er á. Það er óásættanlegt að búa við þær aðstæður að aðeins þau börn sem eiga mjög erfitt komist nær fyrirvaralaust til fagfólks, en samt getur sú bið skipt vikum eða mánuðum. Öll börn sem á einhvern hátt glíma við geðraskanir eiga rétt á aðgengilegri aðstoð fagfólks. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna með barnið, þeim mun líklegra er að góður árangur náist. Framsóknarflokkur álítur að unnt væri að hjálpa mun fyrr fleiri börnum og unglingum ef heilsugæslustöðvarnar hefðu á að skipa teymi sérfræðinga með sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Það þarf að auka stoðþjónustu í grunn- og framhaldsskólum; náms- og starfsráðgjöf og félagsráðgjöf en jafnframt auka aðgengi að sálfræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Það er ekki nægilegt að sinna aðeins veiku barni. Foreldrar þurfa á góðri ráðgjöf að halda og systkini þurfa líka sinn stuðning. Það segir sig sjálft að fjölskyldutengsl og daglegt líf inni á heimilum barna með geðraskanir fara úr skorðum og oft hefur ástandið varað árum saman þegar aðstoð fæst.Viðvarandi biðlisti Með reglulegu millibili er rætt um skort á þjónustu við börn og unglinga sem glíma við geðræn vandamál. Fyrr í vetur var rætt um hugmyndir um að loka aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í tengslum við þá umfjöllun kom fram að á Barna- og unglingageðdeildinni – BUGL – er viðvarandi biðlisti, allt að ári. Ef af lokun verður fyrir norðan má gera ráð fyrir að álagið aukist enn frekar á BUGL og biðlistar lengist en að jafnaði má reikna með að um hundrað börn séu á biðlista. Í dag er aðeins hægt að aðstoða þau börn sem að mati sérfræðinga á BUGL glíma við hvað erfiðastan vanda. Önnur börn, sem ekki eru eins illa stödd, fá ekki aðstoð þó svo að þeirra staða sé slæm og raski á ýmsa vegu vellíðan og daglegu lífi þeirra. Í þeim tilfellum verða foreldrar að greiða fyrir kostnaðarsama þjónustu sálfræðinga og lækna úti í bæ. Hver vika og hver mánuður sem líður án þess að veikt barn fái hjálp er óviðunandi. Þeir sem eiga börn með geðraskanir eða vinna með krökkunum finna sárlega fyrir skorti á úrræðum og þjónustu. Með þessu er á engan hátt verið að hallmæla því starfi sem fagfólk er að sinna dagsdaglega, heldur verið að vekja athygli á því að enn betur þarf að sinna þessum málaflokki.Efla ætti nærþjónustu Það þarf að grípa sem fyrst inn í ef barn eða unglingur sýnir merki röskunar á geði. Almennur kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur litla sem enga sérþekkingu á meðhöndlun geðraskana. Öll skólastig reyna eftir bestu getu að sinna þessum nemendum en eins og staðan er í dag er álagið á skólana gríðarlegt. Skólakerfi okkar er alls ekki í stakk búið að sinna börnum með geðraskanir svo vel sé. Þó svo að börn að 18 ára aldri hafi aðgang að sálfræðingum á vegum sveitarfélags eru þeir í flestum tilfellum störfum hlaðnir og biðlistar mæta þeim sem kalla eftir hjálp. Síðan tekur við greining vandans en sjaldnast býðst sérstök meðferð hjá sálfræðingum skólanna, málum er vísað áfram innan kerfisins eða út til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í framhaldsskólum er jafnvel enn erfiðara að fá aðstoð sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Það er mikið rætt um hátt brottfall úr framhaldsskólum og því ekki úr vegi að spyrja sig hvort skortur á forvörnum, ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að geðrænum vandamálum geti átt sinn þátt í brottfallinu. En í gegnum ráðgjöf fá nemendur aðstoð og ráðleggingar og þar gefst þeim tækifæri til að tjá sig um líðan sína og upplifun. Þó svo að við sem samfélag verðum að sýna aðhald í útgjöldum er ég sannfærð um að með aukinni ráðgjöf og snemmtækri íhlutun sparist í raun háar upphæðir, fyrir utan aðalávinninginn, sem er bætt líðan og geðheilbrigði yngstu kynslóðanna, og það dregur úr álagi á fjölskyldur. Það er nauðsynlegt að standa vörð um starfsemina á BUGL. Auk þess endurskoða skipulag og starfsferla á deildinni, athuga hvort ekki sé hægt að tengja enn betur saman þjónustu sveitarfélaga og ríkis og skoða með hvaða hætti foreldrar fái stuðning við að leita til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í samfélagi sem þarf að forgangsraða fjármunum getur verið erfitt að velja og hafna en við höfum ekki rétt á að horfa í hina áttina þegar kemur að andlegri velferð barnanna okkar. Við verðum að vera vel á verði, tryggja góðar forvarnir, greiningar, úrræði og eftirfylgd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í mínu daglega starfi kem ég oft að málefnum barna með misalvarlegar geðraskanir og þekki því mjög vel þá þröskulda sem mæta bæði börnum og foreldrum. Það er mín tilfinning að á undanförnum árum hafi þeim börnum fjölgað sem sýna ýmiss konar kvíðaraskanir og vanlíðan. Á hverjum degi glímir fjöldi fjölskyldna við vandamál sem fylgja geðröskun barna og unglinga. Fjölskyldur upplifa erfiðleika og vanmátt við að rekja sig áfram í kerfinu og leita eftir þeirri aðstoð sem þörf er á. Það er óásættanlegt að búa við þær aðstæður að aðeins þau börn sem eiga mjög erfitt komist nær fyrirvaralaust til fagfólks, en samt getur sú bið skipt vikum eða mánuðum. Öll börn sem á einhvern hátt glíma við geðraskanir eiga rétt á aðgengilegri aðstoð fagfólks. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna með barnið, þeim mun líklegra er að góður árangur náist. Framsóknarflokkur álítur að unnt væri að hjálpa mun fyrr fleiri börnum og unglingum ef heilsugæslustöðvarnar hefðu á að skipa teymi sérfræðinga með sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Það þarf að auka stoðþjónustu í grunn- og framhaldsskólum; náms- og starfsráðgjöf og félagsráðgjöf en jafnframt auka aðgengi að sálfræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Það er ekki nægilegt að sinna aðeins veiku barni. Foreldrar þurfa á góðri ráðgjöf að halda og systkini þurfa líka sinn stuðning. Það segir sig sjálft að fjölskyldutengsl og daglegt líf inni á heimilum barna með geðraskanir fara úr skorðum og oft hefur ástandið varað árum saman þegar aðstoð fæst.Viðvarandi biðlisti Með reglulegu millibili er rætt um skort á þjónustu við börn og unglinga sem glíma við geðræn vandamál. Fyrr í vetur var rætt um hugmyndir um að loka aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í tengslum við þá umfjöllun kom fram að á Barna- og unglingageðdeildinni – BUGL – er viðvarandi biðlisti, allt að ári. Ef af lokun verður fyrir norðan má gera ráð fyrir að álagið aukist enn frekar á BUGL og biðlistar lengist en að jafnaði má reikna með að um hundrað börn séu á biðlista. Í dag er aðeins hægt að aðstoða þau börn sem að mati sérfræðinga á BUGL glíma við hvað erfiðastan vanda. Önnur börn, sem ekki eru eins illa stödd, fá ekki aðstoð þó svo að þeirra staða sé slæm og raski á ýmsa vegu vellíðan og daglegu lífi þeirra. Í þeim tilfellum verða foreldrar að greiða fyrir kostnaðarsama þjónustu sálfræðinga og lækna úti í bæ. Hver vika og hver mánuður sem líður án þess að veikt barn fái hjálp er óviðunandi. Þeir sem eiga börn með geðraskanir eða vinna með krökkunum finna sárlega fyrir skorti á úrræðum og þjónustu. Með þessu er á engan hátt verið að hallmæla því starfi sem fagfólk er að sinna dagsdaglega, heldur verið að vekja athygli á því að enn betur þarf að sinna þessum málaflokki.Efla ætti nærþjónustu Það þarf að grípa sem fyrst inn í ef barn eða unglingur sýnir merki röskunar á geði. Almennur kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur litla sem enga sérþekkingu á meðhöndlun geðraskana. Öll skólastig reyna eftir bestu getu að sinna þessum nemendum en eins og staðan er í dag er álagið á skólana gríðarlegt. Skólakerfi okkar er alls ekki í stakk búið að sinna börnum með geðraskanir svo vel sé. Þó svo að börn að 18 ára aldri hafi aðgang að sálfræðingum á vegum sveitarfélags eru þeir í flestum tilfellum störfum hlaðnir og biðlistar mæta þeim sem kalla eftir hjálp. Síðan tekur við greining vandans en sjaldnast býðst sérstök meðferð hjá sálfræðingum skólanna, málum er vísað áfram innan kerfisins eða út til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í framhaldsskólum er jafnvel enn erfiðara að fá aðstoð sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Það er mikið rætt um hátt brottfall úr framhaldsskólum og því ekki úr vegi að spyrja sig hvort skortur á forvörnum, ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að geðrænum vandamálum geti átt sinn þátt í brottfallinu. En í gegnum ráðgjöf fá nemendur aðstoð og ráðleggingar og þar gefst þeim tækifæri til að tjá sig um líðan sína og upplifun. Þó svo að við sem samfélag verðum að sýna aðhald í útgjöldum er ég sannfærð um að með aukinni ráðgjöf og snemmtækri íhlutun sparist í raun háar upphæðir, fyrir utan aðalávinninginn, sem er bætt líðan og geðheilbrigði yngstu kynslóðanna, og það dregur úr álagi á fjölskyldur. Það er nauðsynlegt að standa vörð um starfsemina á BUGL. Auk þess endurskoða skipulag og starfsferla á deildinni, athuga hvort ekki sé hægt að tengja enn betur saman þjónustu sveitarfélaga og ríkis og skoða með hvaða hætti foreldrar fái stuðning við að leita til sjálfstætt starfandi fagfólks. Í samfélagi sem þarf að forgangsraða fjármunum getur verið erfitt að velja og hafna en við höfum ekki rétt á að horfa í hina áttina þegar kemur að andlegri velferð barnanna okkar. Við verðum að vera vel á verði, tryggja góðar forvarnir, greiningar, úrræði og eftirfylgd.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun