Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra Þorgils Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Rauða eða græna hliðið? Eftir að ný tollalög taka gildi um næstu mánaðamót verður leyfilegt að taka með sér að utan tollfrjálsan varning að upphæð 88.000 krónur, en hver hlutur má ekki kosta meira en 44.000. FRéttablaðið/Anton Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira