Fótbolti

Gunnar Heiðar hefur gert tveggja ára samning við Konyaspor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði  rétt í þessu undir tveggja ára samning við tyrkneska liðið Konyaspor  en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við Vísi nú fyrir stundu.

Leikmaðurinn stóðst læknisskoðun og skrifaði í framhaldinu af því undir samning við liðið. Gunnar Heiðar átti þrjá mánuði eftir af samningi sínum við sænska liðið Norrköping og fær liðið dágóða summu fyrir leikmanninn.

„Ég er virkilega sáttur með að mitt gamla félag er að fá einhvern pening fyrir mig en þjálfarinn og allir í kringum Norrköping hafa reynst mér gríðarlega vel,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Vísi.

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni en eigendur félagsins eru með stór markmið.“

Nánar verður rætt við leikmanninn í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×