Menntastefna byggð á úreltum hugmyndum Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Starfshópur forsætisráðuneytis sendi frá sér skýrslu nýlega um samþættingu mennta- og atvinnustefnu. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, leiddi starfið með fulltrúum ráðuneyta, háskóla, atvinnulífs og ASÍ. Farið er yfir meginmarkmið almennrar menntastefnu hér á landi einkum frá framhaldsskólalögum 2008. Hópurinn telur að fyrirheit og framkvæmd þeirrar menntastefnu, að allir stundi nám við hæfi, hafi ekki gengið vel og bendir á lægra menntunarstig á íslenskum vinnumarkaði miðað við önnur lönd, mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki með lágmarksmenntun, meira brotthvarf úr framhaldsskólum en annars staðar og skort á fólki með verk- og tæknimenntun. Til að hækka menntunarstigið þurfi menntakerfið að verða skilvirkara og eru tillögur hópsins í meginatriðum tvíþættar. Í fyrsta lagi að spara í menntakerfinu með styttingu námstíma í grunn- og framhaldsskólum og nota sparnaðinn til að bæta starfsaðstæður, þjónustu, tækjakost og námsgögn. Í öðru lagi að aðlaga menntakerfið og ákvarðanir um námsframboð að þörfum atvinnulífsins. Hafa ber áhyggjur af þessu misvægi sem hópurinn bendir á en margt er aðfinnsluvert í greiningu hans, niðurstöðum og tillögugerð. Órökstuddar fullyrðingar Víða er að finna órökstuddar fullyrðingar og gögn vantar. Dæmi er umfjöllun um brotthvarf úr framhaldsskólum. Ástæður brotthvarfs eru flóknari en svo að framhaldsskólum sé einum um að kenna. Bent skal á mikla atvinnuþátttöku nemenda sem bitnar oft á náminu og sértækir námserfiðleikar hamla þeim sem eru í mestri brotthvarfshættu. Skólarnir hafa ekki úrræði gegn mörgu því sem brottfallinu veldur. Lengi hafa námshópar í framhaldsskólum farið stækkandi sem þýðir minna svigrúm kennara til að nota fjölbreytta kennsluhætti og minni einstaklingsbundin samskipti þeirra við nemendur. Þetta bitnar á öllum nemendum, en mest þeim sem þurfa sérstaka leiðsögn. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsfólks skólanna. Annað dæmi um órökstudda fullyrðingu er að stytting námstíma í grunnskólum og framhaldsskólum minnki brotthvarf úr námi og hækki menntunarstigið. Einu rökin sem tilfærð eru fyrir styttingu námstíma er að hann sé almennt lengri hér en í öðrum ríkjum OECD og að hjá þeim teljist nemendur hafa fengið nægan undirbúning fyrir háskólanám 18 eða 19 ára gamlir! Tafla á síðu 8 er marklaus því hún sýnir bara dæmigerðan aldur við upphaf háskólanáms í OECD en ekki stundafjölda í námi íslenskra grunn- og framhaldsskólanemenda samanlagðan og í öðrum löndum, frá byrjun skólagöngu til upphafs háskólanáms. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál hérlendis og órannsakað er hvort styttingu fylgi minna brotthvarf frá námi eða hærra menntunarstig. Hörð átök urðu 2003-2008 um stefnu þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokks að skerða nám í framhaldsskólum með styttum námstíma. Var sú stefna vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Stytting námstíma er ófrjó menntaumræða. Hún fellur illa að íslenskri menntastefnu um að opinbera menntakerfið eigi að vera fyrir alla og að námstími frá byrjun grunnskóla til stúdentsprófs geti verið breytilegur. Aðrir brýnni hlutir eru framar í forgangsröðinni og skipta samfélagið meira máli. Ekki sést að hópurinn hugsi sér að það að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til stúdentsprófs gildi líka um verk-og tækninámið. Ekki er vikið að fjárframlögum til skólastarfs í opinbera menntakerfinu og alvarlegum áhrifum niðurskurðar. Framhaldsskólinn hefur búið við samfelldan niðurskurð frá 2006 og sveitarfélögin berjast í bökkum við rekstur grunnskóla. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sést að uppsafnaðar aðhaldsaðgerðir í framhaldsskólakerfinu 2009-2013 nemi fjórum milljörðum. Ráðuneytið áætlaði útgjaldaaukningu 2008 á bilinu 1,3-1,7 milljarða vegna innleiðingar framhaldsskólalaga. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Engu fé á að verja til grunnskólans til að innleiða nýja menntastefnu. Engin merki eru um að hópurinn hafi átt samræður við skólafólk, samtök kennara né skólastjórnenda sem hafa bestu þekkinguna á skólastarfi og aðstæðum þess. „McDonalds-væðing“ menntunar Hagsæld samfélaga ræðst mjög af menntunarstigi þeirra. Rannsóknir á tengslum hagvaxtar og menntunar sýna hins vegar hvorki beint né einfalt samhengi þar eins og oft er fullyrt. Aðferðin til að hámarka hagvöxt felst ekki í því að fínstilla menntakerfið og útgjöld til þess að þörfum atvinnulífsins. Í skýrslunni kemur fram oftrú á þessu samhengi og einkennist sýnin á menntakerfið af því sem nefnt er „McDonalds-væðing“ menntunar, ofuráhersla á hagræðingu og skilvirkni. Litið er á nemendur sem neytendur á markaði sem vilja fá mikið fyrir lítið. Menntun hefur ótvírætt gildi fyrir einstaklinginn sem ekki er metið á mælikvarða hagvaxtar og fjárfestinga. Formaður starfshópsins sagði í kynningu sinni að stytting námstíma gæti sparað einn til tvo milljarða á ári sem væri hægt að nýta til að styrkja menntakerfið og að vinnan hefði tekið mið af þörfum atvinnulífsins fyrir fleira verk- og tæknimenntað fólk. Í skýrslunni er enginn gaumur gefinn að raunverulegu menntunarhlutverki framhaldsskólans, viðmið um gæði náms eru einskorðuð við fræðsluhlutverkið og sams konar tæknilega nálgunin á ferðinni og í stefnunni sem reynt var að keyra í gegn 2003-2008. Ámælisvert er að Samfylkingin sem setur velferðarmál á oddinn byggi menntamálastefnu sína á gömlum og úreltum hugmyndum sem sparkað var út úr umræðunni fyrir löngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Starfshópur forsætisráðuneytis sendi frá sér skýrslu nýlega um samþættingu mennta- og atvinnustefnu. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, leiddi starfið með fulltrúum ráðuneyta, háskóla, atvinnulífs og ASÍ. Farið er yfir meginmarkmið almennrar menntastefnu hér á landi einkum frá framhaldsskólalögum 2008. Hópurinn telur að fyrirheit og framkvæmd þeirrar menntastefnu, að allir stundi nám við hæfi, hafi ekki gengið vel og bendir á lægra menntunarstig á íslenskum vinnumarkaði miðað við önnur lönd, mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki með lágmarksmenntun, meira brotthvarf úr framhaldsskólum en annars staðar og skort á fólki með verk- og tæknimenntun. Til að hækka menntunarstigið þurfi menntakerfið að verða skilvirkara og eru tillögur hópsins í meginatriðum tvíþættar. Í fyrsta lagi að spara í menntakerfinu með styttingu námstíma í grunn- og framhaldsskólum og nota sparnaðinn til að bæta starfsaðstæður, þjónustu, tækjakost og námsgögn. Í öðru lagi að aðlaga menntakerfið og ákvarðanir um námsframboð að þörfum atvinnulífsins. Hafa ber áhyggjur af þessu misvægi sem hópurinn bendir á en margt er aðfinnsluvert í greiningu hans, niðurstöðum og tillögugerð. Órökstuddar fullyrðingar Víða er að finna órökstuddar fullyrðingar og gögn vantar. Dæmi er umfjöllun um brotthvarf úr framhaldsskólum. Ástæður brotthvarfs eru flóknari en svo að framhaldsskólum sé einum um að kenna. Bent skal á mikla atvinnuþátttöku nemenda sem bitnar oft á náminu og sértækir námserfiðleikar hamla þeim sem eru í mestri brotthvarfshættu. Skólarnir hafa ekki úrræði gegn mörgu því sem brottfallinu veldur. Lengi hafa námshópar í framhaldsskólum farið stækkandi sem þýðir minna svigrúm kennara til að nota fjölbreytta kennsluhætti og minni einstaklingsbundin samskipti þeirra við nemendur. Þetta bitnar á öllum nemendum, en mest þeim sem þurfa sérstaka leiðsögn. Til að minnka brotthvarf úr framhaldsskólanámi þarf að rjúfa vítahring slæmra starfsskilyrða nemenda og starfsfólks skólanna. Annað dæmi um órökstudda fullyrðingu er að stytting námstíma í grunnskólum og framhaldsskólum minnki brotthvarf úr námi og hækki menntunarstigið. Einu rökin sem tilfærð eru fyrir styttingu námstíma er að hann sé almennt lengri hér en í öðrum ríkjum OECD og að hjá þeim teljist nemendur hafa fengið nægan undirbúning fyrir háskólanám 18 eða 19 ára gamlir! Tafla á síðu 8 er marklaus því hún sýnir bara dæmigerðan aldur við upphaf háskólanáms í OECD en ekki stundafjölda í námi íslenskra grunn- og framhaldsskólanemenda samanlagðan og í öðrum löndum, frá byrjun skólagöngu til upphafs háskólanáms. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál hérlendis og órannsakað er hvort styttingu fylgi minna brotthvarf frá námi eða hærra menntunarstig. Hörð átök urðu 2003-2008 um stefnu þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokks að skerða nám í framhaldsskólum með styttum námstíma. Var sú stefna vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Stytting námstíma er ófrjó menntaumræða. Hún fellur illa að íslenskri menntastefnu um að opinbera menntakerfið eigi að vera fyrir alla og að námstími frá byrjun grunnskóla til stúdentsprófs geti verið breytilegur. Aðrir brýnni hlutir eru framar í forgangsröðinni og skipta samfélagið meira máli. Ekki sést að hópurinn hugsi sér að það að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til stúdentsprófs gildi líka um verk-og tækninámið. Ekki er vikið að fjárframlögum til skólastarfs í opinbera menntakerfinu og alvarlegum áhrifum niðurskurðar. Framhaldsskólinn hefur búið við samfelldan niðurskurð frá 2006 og sveitarfélögin berjast í bökkum við rekstur grunnskóla. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sést að uppsafnaðar aðhaldsaðgerðir í framhaldsskólakerfinu 2009-2013 nemi fjórum milljörðum. Ráðuneytið áætlaði útgjaldaaukningu 2008 á bilinu 1,3-1,7 milljarða vegna innleiðingar framhaldsskólalaga. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Engu fé á að verja til grunnskólans til að innleiða nýja menntastefnu. Engin merki eru um að hópurinn hafi átt samræður við skólafólk, samtök kennara né skólastjórnenda sem hafa bestu þekkinguna á skólastarfi og aðstæðum þess. „McDonalds-væðing“ menntunar Hagsæld samfélaga ræðst mjög af menntunarstigi þeirra. Rannsóknir á tengslum hagvaxtar og menntunar sýna hins vegar hvorki beint né einfalt samhengi þar eins og oft er fullyrt. Aðferðin til að hámarka hagvöxt felst ekki í því að fínstilla menntakerfið og útgjöld til þess að þörfum atvinnulífsins. Í skýrslunni kemur fram oftrú á þessu samhengi og einkennist sýnin á menntakerfið af því sem nefnt er „McDonalds-væðing“ menntunar, ofuráhersla á hagræðingu og skilvirkni. Litið er á nemendur sem neytendur á markaði sem vilja fá mikið fyrir lítið. Menntun hefur ótvírætt gildi fyrir einstaklinginn sem ekki er metið á mælikvarða hagvaxtar og fjárfestinga. Formaður starfshópsins sagði í kynningu sinni að stytting námstíma gæti sparað einn til tvo milljarða á ári sem væri hægt að nýta til að styrkja menntakerfið og að vinnan hefði tekið mið af þörfum atvinnulífsins fyrir fleira verk- og tæknimenntað fólk. Í skýrslunni er enginn gaumur gefinn að raunverulegu menntunarhlutverki framhaldsskólans, viðmið um gæði náms eru einskorðuð við fræðsluhlutverkið og sams konar tæknilega nálgunin á ferðinni og í stefnunni sem reynt var að keyra í gegn 2003-2008. Ámælisvert er að Samfylkingin sem setur velferðarmál á oddinn byggi menntamálastefnu sína á gömlum og úreltum hugmyndum sem sparkað var út úr umræðunni fyrir löngu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun