Einelti á vinnustöðum Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Einelti á vinnustöðum er ofbeldi. Ofbeldi gagnvart einstaklingi sem á einhvern hátt sker sig úr hópnum. Þetta getur verið t.d vegna klæðnaðar, öðruvísi bakgrunns eða vegna öfundar samstarfsmanns í hans garð. Oftast er þetta þó einfaldlega vegna þess að sá sem beitir ofbeldinu kemst upp með það. Fullorðinn einstaklingur sem beitir slíku ofbeldi hefur jafnvel komist upp með það frá því í grunnskóla. Enginn verðskuldar að verða fyrir einelti. Það er því mikilvægt að stjórnendur hlusti á þá starfsmenn sem telja sig verða fyrir einelti og kanni vel hvort málið sé á rökum reist. Ef marka má niðurstöður könnunar frá árinu 2007 á vegum WBI (Workplace Bullying Institute, USA) eru gerendur eineltis á vinnustöðum í 72% tilvika yfirmenn. Samstarfsmenn eru gerendur í 18% tilvika og í 10% tilvika leggja undirmenn yfirmenn í einelti. Niðurstöður sömu könnunar áætla að 35% bandarísks vinnuafls, u.þ.b. 53,5 milljónir manna, verði fyrir einelti á vinnustað. Einnig kemur fram í könnuninni að 66% þolenda eineltis segja upp vinnunni eða hætta sökum eineltisins. Ef ekki er hægt að tilkynna einelti með formlegum hætti innan vinnustaðarins má segja að verið sé að koma í veg fyrir að þeir sem telja sig verða fyrir slíku tjái sig um það og beri harm sinn í hljóði, skammist sín jafnvel eða segi upp starfinu án viðhlítandi skýringa. Vegna þessa hefur verið erfitt að rannsaka raunverulegar tölur eineltis á vinnustöðum. Með því að setja upp formlegt ferli fyrir tilkynningar um einelti eykur það líkurnar á því að starfsmenn tjái sig um vandamálið í tæka tíð og þar með auðveldar það stjórnendum að koma í veg fyrir hugsanlegan stórskaða á vinnustaðnum. Vinnustaðir sem bjóða ekki upp á innanhússferli vegna eineltiskvartana gefa þau skilaboð að einelti eigi sér ekki stað innan vinnustaðarins; einelti sé ekki viðurkenndur vandi. Stjórnunarvandi Umfjöllun um einelti á vinnustöðum kemur upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum. Þá er vandamálið orðið það óviðráðanlegt að það ratar í fjölmiðla. Það er ekki algengt að stjórnendur fyrirtækja horfist í augu við að einelti eigi sér stað inn á vinnustaðnum. Viðhorfið er oftar en ekki að viðkomandi starfsmaður geri of mikið úr hlutunum, sé hluti af vandanum eða þá að um eðlilegan ágreining sé að ræða. Ekki er þá tekið á málum í tæka tíð og vandamálið verður óþarflega umfangsmikið og erfitt viðureignar. Ef stjórnendur vinnustaða taka ekki markvisst á eineltismálum, yfirgefa þolendur eineltis vinnustaðinn. Þeir eiga sér fáa bandamenn innan vinnustaðarins og líður illa í vinnunni. Þetta eru oft og tíðum vandaðir og hæfir einstaklingar og því getur þetta verið mjög kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki. Gerendurnir hins vegar sitja sem fastast og það getur orðið dýrkeypt. Ef rétt er skv. könnuninni að 72% gerenda séu yfirmenn ber æðsti stjórnandi vinnustaðarins fulla ábyrgð á hverri deild fyrir sig og þarf að fylgjast vel með ástæðum tíðrar starfsmannaveltu í þeim deildum. Þeir sem verða fyrir einelti af hálfu yfirmanns síns eiga sér litla vörn. Þeir eru margir hverjir háðir því að fá meðmæli frá vinnustað sínum sem þeir vita að þeir fá ekki. Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á andlega líðan og heilsu viðkomandi einstaklings hefur þetta áhrif á atvinnuleit hans og þær stöður sem hann er að sækjast eftir. Það er því mikilvæg samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ef starfsmenn þeirra lenda í einelti að tryggja að á þá sé hlustað, þeir fái aðstoð við að vinna úr ofbeldinu og aðstoð við að fá vinnu að nýju eftir slíkt ofbeldi. Þar liggur veruleg ábyrgð hjá æðsta stjórnanda hvers vinnustaðar fyrir sig. Áhrif á afkomuna En af hverju er einelti hunsað á vinnustöðum? Hugsanleg ástæða þess er að það er óþægilegt viðureignar. Það er samt nauðsynlegt að opna á umræðuna, taka á þessum málum og láta gerendur bera ábyrgð á sinni hegðun í stað þess að láta þolendurna líða enn meira fyrir ofbeldi í sinn garð. Það þarf alltaf að hlusta á þá sem telja sig vera fórnarlömb eineltis. Það er einfaldlega ábyrgð stjórnenda að koma í veg fyrir að fólk lendi í slíkum aðstæðum og bíði jafnvel mannorðshnekki án þess að hafa til þess unnið. Það fyrsta sem þarf að gera er að viðurkenna vandann og setja svo á framkvæmdaráætlun og aðgerðaplan. Best er auðvitað að vinnustaðir séu með tilkynningarhnappa á heimasíðu sinni þar sem hægt að er að tilkynna einelti. Með því eru gefin skýr skilaboð til allra starfsmanna að einelti sé ekki liðið á vinnustaðnum. Þegar upp er staðið hefur einelti á vinnustað, og hvað þá ítrekað einelti á sama vinnustað, veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja, ímynd þeirra og líðan starfsfólks. Erfitt getur verið að breyta ímynd fyrirtækja þegar neikvæð ímynd er orðin föst í sessi. Fært starfsfólk hefur ekki áhuga á að vinna fyrir slík fyrirtæki og stofnanir og sækir ekki um auglýstar stöður. Velgengni fyrirtækja veltur á ímynd þeirra og hægt er að fullyrða að slæm ímynd hefur ekkert samkeppnisforskot á erfiðum markaði. Tap fyrirtækja vegna slæmrar ímyndar er mælanlegt og því er þetta verulega umhugsunarvert fyrir metnaðarfulla stjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Einelti á vinnustöðum er ofbeldi. Ofbeldi gagnvart einstaklingi sem á einhvern hátt sker sig úr hópnum. Þetta getur verið t.d vegna klæðnaðar, öðruvísi bakgrunns eða vegna öfundar samstarfsmanns í hans garð. Oftast er þetta þó einfaldlega vegna þess að sá sem beitir ofbeldinu kemst upp með það. Fullorðinn einstaklingur sem beitir slíku ofbeldi hefur jafnvel komist upp með það frá því í grunnskóla. Enginn verðskuldar að verða fyrir einelti. Það er því mikilvægt að stjórnendur hlusti á þá starfsmenn sem telja sig verða fyrir einelti og kanni vel hvort málið sé á rökum reist. Ef marka má niðurstöður könnunar frá árinu 2007 á vegum WBI (Workplace Bullying Institute, USA) eru gerendur eineltis á vinnustöðum í 72% tilvika yfirmenn. Samstarfsmenn eru gerendur í 18% tilvika og í 10% tilvika leggja undirmenn yfirmenn í einelti. Niðurstöður sömu könnunar áætla að 35% bandarísks vinnuafls, u.þ.b. 53,5 milljónir manna, verði fyrir einelti á vinnustað. Einnig kemur fram í könnuninni að 66% þolenda eineltis segja upp vinnunni eða hætta sökum eineltisins. Ef ekki er hægt að tilkynna einelti með formlegum hætti innan vinnustaðarins má segja að verið sé að koma í veg fyrir að þeir sem telja sig verða fyrir slíku tjái sig um það og beri harm sinn í hljóði, skammist sín jafnvel eða segi upp starfinu án viðhlítandi skýringa. Vegna þessa hefur verið erfitt að rannsaka raunverulegar tölur eineltis á vinnustöðum. Með því að setja upp formlegt ferli fyrir tilkynningar um einelti eykur það líkurnar á því að starfsmenn tjái sig um vandamálið í tæka tíð og þar með auðveldar það stjórnendum að koma í veg fyrir hugsanlegan stórskaða á vinnustaðnum. Vinnustaðir sem bjóða ekki upp á innanhússferli vegna eineltiskvartana gefa þau skilaboð að einelti eigi sér ekki stað innan vinnustaðarins; einelti sé ekki viðurkenndur vandi. Stjórnunarvandi Umfjöllun um einelti á vinnustöðum kemur upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum. Þá er vandamálið orðið það óviðráðanlegt að það ratar í fjölmiðla. Það er ekki algengt að stjórnendur fyrirtækja horfist í augu við að einelti eigi sér stað inn á vinnustaðnum. Viðhorfið er oftar en ekki að viðkomandi starfsmaður geri of mikið úr hlutunum, sé hluti af vandanum eða þá að um eðlilegan ágreining sé að ræða. Ekki er þá tekið á málum í tæka tíð og vandamálið verður óþarflega umfangsmikið og erfitt viðureignar. Ef stjórnendur vinnustaða taka ekki markvisst á eineltismálum, yfirgefa þolendur eineltis vinnustaðinn. Þeir eiga sér fáa bandamenn innan vinnustaðarins og líður illa í vinnunni. Þetta eru oft og tíðum vandaðir og hæfir einstaklingar og því getur þetta verið mjög kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki. Gerendurnir hins vegar sitja sem fastast og það getur orðið dýrkeypt. Ef rétt er skv. könnuninni að 72% gerenda séu yfirmenn ber æðsti stjórnandi vinnustaðarins fulla ábyrgð á hverri deild fyrir sig og þarf að fylgjast vel með ástæðum tíðrar starfsmannaveltu í þeim deildum. Þeir sem verða fyrir einelti af hálfu yfirmanns síns eiga sér litla vörn. Þeir eru margir hverjir háðir því að fá meðmæli frá vinnustað sínum sem þeir vita að þeir fá ekki. Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á andlega líðan og heilsu viðkomandi einstaklings hefur þetta áhrif á atvinnuleit hans og þær stöður sem hann er að sækjast eftir. Það er því mikilvæg samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ef starfsmenn þeirra lenda í einelti að tryggja að á þá sé hlustað, þeir fái aðstoð við að vinna úr ofbeldinu og aðstoð við að fá vinnu að nýju eftir slíkt ofbeldi. Þar liggur veruleg ábyrgð hjá æðsta stjórnanda hvers vinnustaðar fyrir sig. Áhrif á afkomuna En af hverju er einelti hunsað á vinnustöðum? Hugsanleg ástæða þess er að það er óþægilegt viðureignar. Það er samt nauðsynlegt að opna á umræðuna, taka á þessum málum og láta gerendur bera ábyrgð á sinni hegðun í stað þess að láta þolendurna líða enn meira fyrir ofbeldi í sinn garð. Það þarf alltaf að hlusta á þá sem telja sig vera fórnarlömb eineltis. Það er einfaldlega ábyrgð stjórnenda að koma í veg fyrir að fólk lendi í slíkum aðstæðum og bíði jafnvel mannorðshnekki án þess að hafa til þess unnið. Það fyrsta sem þarf að gera er að viðurkenna vandann og setja svo á framkvæmdaráætlun og aðgerðaplan. Best er auðvitað að vinnustaðir séu með tilkynningarhnappa á heimasíðu sinni þar sem hægt að er að tilkynna einelti. Með því eru gefin skýr skilaboð til allra starfsmanna að einelti sé ekki liðið á vinnustaðnum. Þegar upp er staðið hefur einelti á vinnustað, og hvað þá ítrekað einelti á sama vinnustað, veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja, ímynd þeirra og líðan starfsfólks. Erfitt getur verið að breyta ímynd fyrirtækja þegar neikvæð ímynd er orðin föst í sessi. Fært starfsfólk hefur ekki áhuga á að vinna fyrir slík fyrirtæki og stofnanir og sækir ekki um auglýstar stöður. Velgengni fyrirtækja veltur á ímynd þeirra og hægt er að fullyrða að slæm ímynd hefur ekkert samkeppnisforskot á erfiðum markaði. Tap fyrirtækja vegna slæmrar ímyndar er mælanlegt og því er þetta verulega umhugsunarvert fyrir metnaðarfulla stjórnendur.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun