Réttlæti eða refsingar Páll Rúnar M. Kristjánsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hugtakið mannréttindi merkir að allir menn njóti ákveðinna grunnréttinda sem ekki verða af þeim tekin. Af því leiðir að aðstæður, atvik og aðgerðir þessara einstaklinga hafa almennt ekki áhrif á þessi ákveðnu réttindi. Réttindin eru fortakslaus og bundin sérhverju mannsbarni órjúfanlegum böndum. Meðal þessara réttinda eru skoðana- og tjáningarfrelsi, trú- og fundafrelsi sem og réttur sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindi þessi vernda ekki bara persónur og skoðanir sem eru vinsælar og óumdeildar. Þvert á móti verður andlag og gildi mannréttinda hvað raunhæfast þegar um er að ræða umdeildar og óvinsælar skoðanir eða manneskjur og málefni sem eru á skjön við ríkjandi öfl í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að til staðar séu grundvallarreglur sem ekki eru virtar að vettugi eða hnikað til, vegna utanaðkomandi þrýstings, þegar á þær reynir. Það vekur athygli að á undanförnum árum hafa verið rekin mörg sakamál í okkar smáa samfélagi þar sem sakaðir menn telja sig ekki hafa notið þeirra mannréttinda sem lög, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálar eiga að tryggja þeim. Er þar sérstaklega átt við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Í dæmaskyni má nefna Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Hafskipsmálið, Vegasmálið, Baugsmálin, mál níumenningana, mál Baldurs Guðlaugssonar og málarekstur gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Réttlát málsmeðferð Nú síðast hafa þessi sömu sjónarmið skotið upp kollinum í tengslum við nokkur áberandi sakamál sem rekin eru af embætti sérstaks saksóknara. Málin tengjast flest starfsemi hinna föllnu banka og viðskiptum umsvifamikilla aðila á árunum í kringum hrun. Nokkur umræða hefur spunnist um starfsaðferðir embættisins og sýnist sitt hverjum. Sumir telja of mikinn ákafa einkenna starfið og benda á að of margir sæti rannsókn embættisins, auk þess sem refsikröfur og ákærumarkmið þess standist enga skoðun. Á móti telja aðrir að nauðsynlegt sé að refsa öllum þeim sem kunna að bera ábyrgð á því tjóni sem hrunið olli íslensku þjóðinni. Fyrra sjónarmiðinu fylgir iðulega sú krafa að sérstakur saksóknari dragi úr ákafa sínum en því síðara að haldið verði áfram á sömu braut. Engin afstaða er tekin til þess hér hvort þessara sjónarmiða hefur meira gildi. Efni þessa erindis er einungis að undirstrika mikilvægi réttlátrar málsmeðferðar á viðsjárverðum tímum þegar til verður samfélagsleg krafa um ákveðnar niðurstöður í sakamálum. Ein ástæða þess að samfélög telja rétt að refsa mönnum er að ná fram, í einhverju formi, því sem kallast getur réttlæti. Maður sem brotið hefur gegn öðrum með því að virða ekki reglur samfélagsins hefur í raun brotið gegn samfélaginu í heild. Samfélagið refsar því afbrotamanninum í tilraun til að ná fram einhvers konar réttmætu uppgjöri. Um leið felst í því sú von að afbrotamaðurinn og aðrir bæti hegðun sína og láti af ólögmætri háttsemi. Endanlegt markmið refsinga er þannig að lágmarka ólöglega hegðun í samfélaginu og skapa í því sátt. Til þess að refsingar geti náð þessum markmiðum er grundvallaratriði að samfélagið sjálft brjóti ekki sínar eigin reglur og hafi hreinan skjöld gagnvart sakborningum. Refsing sem knúin er fram með ólögmætum hætti, þar sem samfélagið beitir sakborning ranglæti, getur ekki náð framangreindum tilgangi sínum. Af þessu leiðir að það á að vera kappsmál fyrir réttarríkið að sjá til þess að sakborningar og grunaðir menn fái réttláta málsmeðferð. Ef sá réttur er tryggður standa meiri líkur til þess að dómsniðurstöður verði hafnar yfir allan vafa og marki þau endalok sem sakborningar, brotaþolar og samfélagið þarfnast. Réttlát málsmeðferð felur þannig í sér fyrirheit um að kveðnir verði upp réttlátir og sanngjarnir dómar. Þá á hún að standa í vegi fyrir því að saklausir menn verði ranglega sakfelldir. Mikilvægt er að hafa í huga að sakfelling einstaklinga sem ekki njóta réttlátrar málsmeðferðar er fyrst og síðast dómur yfir samfélagi okkar sem réttarríki en ekki yfir þeim einstaklingum sem sakfelldir eru. Refsidómar sem felldir eru á þessum grunni verða í tímans rás aðeins smánarblettur á sögu samfélagsins en ekki betrun eða frelsun þess dæmda. Þá marka slíkir dómar hvorki uppgjör né endalok fyrir þá sem hlut eiga að máli. Reiði okkar og refsiþörf, sama hversu réttmæt hún er, má því aldrei ná að víkja til hliðar þeim grundvallarsjónarmiðum sem samfélagið byggir á. Mannréttindabrot verður hvorki minna né ómerkilegra þegar þolandi þess er lítilmagni eða ómerkingur, keisari eða þræll. Manneskjuna, hver sem hún er, má aldrei svipta grundvallarréttindum til að sefa refsiþörf almennings eða þjóna pólitískum markmiðum. Sé það gert er réttarríkinu fórnað fyrir lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hugtakið mannréttindi merkir að allir menn njóti ákveðinna grunnréttinda sem ekki verða af þeim tekin. Af því leiðir að aðstæður, atvik og aðgerðir þessara einstaklinga hafa almennt ekki áhrif á þessi ákveðnu réttindi. Réttindin eru fortakslaus og bundin sérhverju mannsbarni órjúfanlegum böndum. Meðal þessara réttinda eru skoðana- og tjáningarfrelsi, trú- og fundafrelsi sem og réttur sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindi þessi vernda ekki bara persónur og skoðanir sem eru vinsælar og óumdeildar. Þvert á móti verður andlag og gildi mannréttinda hvað raunhæfast þegar um er að ræða umdeildar og óvinsælar skoðanir eða manneskjur og málefni sem eru á skjön við ríkjandi öfl í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að til staðar séu grundvallarreglur sem ekki eru virtar að vettugi eða hnikað til, vegna utanaðkomandi þrýstings, þegar á þær reynir. Það vekur athygli að á undanförnum árum hafa verið rekin mörg sakamál í okkar smáa samfélagi þar sem sakaðir menn telja sig ekki hafa notið þeirra mannréttinda sem lög, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálar eiga að tryggja þeim. Er þar sérstaklega átt við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Í dæmaskyni má nefna Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Hafskipsmálið, Vegasmálið, Baugsmálin, mál níumenningana, mál Baldurs Guðlaugssonar og málarekstur gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Réttlát málsmeðferð Nú síðast hafa þessi sömu sjónarmið skotið upp kollinum í tengslum við nokkur áberandi sakamál sem rekin eru af embætti sérstaks saksóknara. Málin tengjast flest starfsemi hinna föllnu banka og viðskiptum umsvifamikilla aðila á árunum í kringum hrun. Nokkur umræða hefur spunnist um starfsaðferðir embættisins og sýnist sitt hverjum. Sumir telja of mikinn ákafa einkenna starfið og benda á að of margir sæti rannsókn embættisins, auk þess sem refsikröfur og ákærumarkmið þess standist enga skoðun. Á móti telja aðrir að nauðsynlegt sé að refsa öllum þeim sem kunna að bera ábyrgð á því tjóni sem hrunið olli íslensku þjóðinni. Fyrra sjónarmiðinu fylgir iðulega sú krafa að sérstakur saksóknari dragi úr ákafa sínum en því síðara að haldið verði áfram á sömu braut. Engin afstaða er tekin til þess hér hvort þessara sjónarmiða hefur meira gildi. Efni þessa erindis er einungis að undirstrika mikilvægi réttlátrar málsmeðferðar á viðsjárverðum tímum þegar til verður samfélagsleg krafa um ákveðnar niðurstöður í sakamálum. Ein ástæða þess að samfélög telja rétt að refsa mönnum er að ná fram, í einhverju formi, því sem kallast getur réttlæti. Maður sem brotið hefur gegn öðrum með því að virða ekki reglur samfélagsins hefur í raun brotið gegn samfélaginu í heild. Samfélagið refsar því afbrotamanninum í tilraun til að ná fram einhvers konar réttmætu uppgjöri. Um leið felst í því sú von að afbrotamaðurinn og aðrir bæti hegðun sína og láti af ólögmætri háttsemi. Endanlegt markmið refsinga er þannig að lágmarka ólöglega hegðun í samfélaginu og skapa í því sátt. Til þess að refsingar geti náð þessum markmiðum er grundvallaratriði að samfélagið sjálft brjóti ekki sínar eigin reglur og hafi hreinan skjöld gagnvart sakborningum. Refsing sem knúin er fram með ólögmætum hætti, þar sem samfélagið beitir sakborning ranglæti, getur ekki náð framangreindum tilgangi sínum. Af þessu leiðir að það á að vera kappsmál fyrir réttarríkið að sjá til þess að sakborningar og grunaðir menn fái réttláta málsmeðferð. Ef sá réttur er tryggður standa meiri líkur til þess að dómsniðurstöður verði hafnar yfir allan vafa og marki þau endalok sem sakborningar, brotaþolar og samfélagið þarfnast. Réttlát málsmeðferð felur þannig í sér fyrirheit um að kveðnir verði upp réttlátir og sanngjarnir dómar. Þá á hún að standa í vegi fyrir því að saklausir menn verði ranglega sakfelldir. Mikilvægt er að hafa í huga að sakfelling einstaklinga sem ekki njóta réttlátrar málsmeðferðar er fyrst og síðast dómur yfir samfélagi okkar sem réttarríki en ekki yfir þeim einstaklingum sem sakfelldir eru. Refsidómar sem felldir eru á þessum grunni verða í tímans rás aðeins smánarblettur á sögu samfélagsins en ekki betrun eða frelsun þess dæmda. Þá marka slíkir dómar hvorki uppgjör né endalok fyrir þá sem hlut eiga að máli. Reiði okkar og refsiþörf, sama hversu réttmæt hún er, má því aldrei ná að víkja til hliðar þeim grundvallarsjónarmiðum sem samfélagið byggir á. Mannréttindabrot verður hvorki minna né ómerkilegra þegar þolandi þess er lítilmagni eða ómerkingur, keisari eða þræll. Manneskjuna, hver sem hún er, má aldrei svipta grundvallarréttindum til að sefa refsiþörf almennings eða þjóna pólitískum markmiðum. Sé það gert er réttarríkinu fórnað fyrir lítið.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun