Réttlæti eða refsingar Páll Rúnar M. Kristjánsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hugtakið mannréttindi merkir að allir menn njóti ákveðinna grunnréttinda sem ekki verða af þeim tekin. Af því leiðir að aðstæður, atvik og aðgerðir þessara einstaklinga hafa almennt ekki áhrif á þessi ákveðnu réttindi. Réttindin eru fortakslaus og bundin sérhverju mannsbarni órjúfanlegum böndum. Meðal þessara réttinda eru skoðana- og tjáningarfrelsi, trú- og fundafrelsi sem og réttur sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindi þessi vernda ekki bara persónur og skoðanir sem eru vinsælar og óumdeildar. Þvert á móti verður andlag og gildi mannréttinda hvað raunhæfast þegar um er að ræða umdeildar og óvinsælar skoðanir eða manneskjur og málefni sem eru á skjön við ríkjandi öfl í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að til staðar séu grundvallarreglur sem ekki eru virtar að vettugi eða hnikað til, vegna utanaðkomandi þrýstings, þegar á þær reynir. Það vekur athygli að á undanförnum árum hafa verið rekin mörg sakamál í okkar smáa samfélagi þar sem sakaðir menn telja sig ekki hafa notið þeirra mannréttinda sem lög, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálar eiga að tryggja þeim. Er þar sérstaklega átt við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Í dæmaskyni má nefna Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Hafskipsmálið, Vegasmálið, Baugsmálin, mál níumenningana, mál Baldurs Guðlaugssonar og málarekstur gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Réttlát málsmeðferð Nú síðast hafa þessi sömu sjónarmið skotið upp kollinum í tengslum við nokkur áberandi sakamál sem rekin eru af embætti sérstaks saksóknara. Málin tengjast flest starfsemi hinna föllnu banka og viðskiptum umsvifamikilla aðila á árunum í kringum hrun. Nokkur umræða hefur spunnist um starfsaðferðir embættisins og sýnist sitt hverjum. Sumir telja of mikinn ákafa einkenna starfið og benda á að of margir sæti rannsókn embættisins, auk þess sem refsikröfur og ákærumarkmið þess standist enga skoðun. Á móti telja aðrir að nauðsynlegt sé að refsa öllum þeim sem kunna að bera ábyrgð á því tjóni sem hrunið olli íslensku þjóðinni. Fyrra sjónarmiðinu fylgir iðulega sú krafa að sérstakur saksóknari dragi úr ákafa sínum en því síðara að haldið verði áfram á sömu braut. Engin afstaða er tekin til þess hér hvort þessara sjónarmiða hefur meira gildi. Efni þessa erindis er einungis að undirstrika mikilvægi réttlátrar málsmeðferðar á viðsjárverðum tímum þegar til verður samfélagsleg krafa um ákveðnar niðurstöður í sakamálum. Ein ástæða þess að samfélög telja rétt að refsa mönnum er að ná fram, í einhverju formi, því sem kallast getur réttlæti. Maður sem brotið hefur gegn öðrum með því að virða ekki reglur samfélagsins hefur í raun brotið gegn samfélaginu í heild. Samfélagið refsar því afbrotamanninum í tilraun til að ná fram einhvers konar réttmætu uppgjöri. Um leið felst í því sú von að afbrotamaðurinn og aðrir bæti hegðun sína og láti af ólögmætri háttsemi. Endanlegt markmið refsinga er þannig að lágmarka ólöglega hegðun í samfélaginu og skapa í því sátt. Til þess að refsingar geti náð þessum markmiðum er grundvallaratriði að samfélagið sjálft brjóti ekki sínar eigin reglur og hafi hreinan skjöld gagnvart sakborningum. Refsing sem knúin er fram með ólögmætum hætti, þar sem samfélagið beitir sakborning ranglæti, getur ekki náð framangreindum tilgangi sínum. Af þessu leiðir að það á að vera kappsmál fyrir réttarríkið að sjá til þess að sakborningar og grunaðir menn fái réttláta málsmeðferð. Ef sá réttur er tryggður standa meiri líkur til þess að dómsniðurstöður verði hafnar yfir allan vafa og marki þau endalok sem sakborningar, brotaþolar og samfélagið þarfnast. Réttlát málsmeðferð felur þannig í sér fyrirheit um að kveðnir verði upp réttlátir og sanngjarnir dómar. Þá á hún að standa í vegi fyrir því að saklausir menn verði ranglega sakfelldir. Mikilvægt er að hafa í huga að sakfelling einstaklinga sem ekki njóta réttlátrar málsmeðferðar er fyrst og síðast dómur yfir samfélagi okkar sem réttarríki en ekki yfir þeim einstaklingum sem sakfelldir eru. Refsidómar sem felldir eru á þessum grunni verða í tímans rás aðeins smánarblettur á sögu samfélagsins en ekki betrun eða frelsun þess dæmda. Þá marka slíkir dómar hvorki uppgjör né endalok fyrir þá sem hlut eiga að máli. Reiði okkar og refsiþörf, sama hversu réttmæt hún er, má því aldrei ná að víkja til hliðar þeim grundvallarsjónarmiðum sem samfélagið byggir á. Mannréttindabrot verður hvorki minna né ómerkilegra þegar þolandi þess er lítilmagni eða ómerkingur, keisari eða þræll. Manneskjuna, hver sem hún er, má aldrei svipta grundvallarréttindum til að sefa refsiþörf almennings eða þjóna pólitískum markmiðum. Sé það gert er réttarríkinu fórnað fyrir lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Hugtakið mannréttindi merkir að allir menn njóti ákveðinna grunnréttinda sem ekki verða af þeim tekin. Af því leiðir að aðstæður, atvik og aðgerðir þessara einstaklinga hafa almennt ekki áhrif á þessi ákveðnu réttindi. Réttindin eru fortakslaus og bundin sérhverju mannsbarni órjúfanlegum böndum. Meðal þessara réttinda eru skoðana- og tjáningarfrelsi, trú- og fundafrelsi sem og réttur sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar. Mannréttindi þessi vernda ekki bara persónur og skoðanir sem eru vinsælar og óumdeildar. Þvert á móti verður andlag og gildi mannréttinda hvað raunhæfast þegar um er að ræða umdeildar og óvinsælar skoðanir eða manneskjur og málefni sem eru á skjön við ríkjandi öfl í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að til staðar séu grundvallarreglur sem ekki eru virtar að vettugi eða hnikað til, vegna utanaðkomandi þrýstings, þegar á þær reynir. Það vekur athygli að á undanförnum árum hafa verið rekin mörg sakamál í okkar smáa samfélagi þar sem sakaðir menn telja sig ekki hafa notið þeirra mannréttinda sem lög, stjórnarskrá og alþjóðasáttmálar eiga að tryggja þeim. Er þar sérstaklega átt við rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Í dæmaskyni má nefna Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Hafskipsmálið, Vegasmálið, Baugsmálin, mál níumenningana, mál Baldurs Guðlaugssonar og málarekstur gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Réttlát málsmeðferð Nú síðast hafa þessi sömu sjónarmið skotið upp kollinum í tengslum við nokkur áberandi sakamál sem rekin eru af embætti sérstaks saksóknara. Málin tengjast flest starfsemi hinna föllnu banka og viðskiptum umsvifamikilla aðila á árunum í kringum hrun. Nokkur umræða hefur spunnist um starfsaðferðir embættisins og sýnist sitt hverjum. Sumir telja of mikinn ákafa einkenna starfið og benda á að of margir sæti rannsókn embættisins, auk þess sem refsikröfur og ákærumarkmið þess standist enga skoðun. Á móti telja aðrir að nauðsynlegt sé að refsa öllum þeim sem kunna að bera ábyrgð á því tjóni sem hrunið olli íslensku þjóðinni. Fyrra sjónarmiðinu fylgir iðulega sú krafa að sérstakur saksóknari dragi úr ákafa sínum en því síðara að haldið verði áfram á sömu braut. Engin afstaða er tekin til þess hér hvort þessara sjónarmiða hefur meira gildi. Efni þessa erindis er einungis að undirstrika mikilvægi réttlátrar málsmeðferðar á viðsjárverðum tímum þegar til verður samfélagsleg krafa um ákveðnar niðurstöður í sakamálum. Ein ástæða þess að samfélög telja rétt að refsa mönnum er að ná fram, í einhverju formi, því sem kallast getur réttlæti. Maður sem brotið hefur gegn öðrum með því að virða ekki reglur samfélagsins hefur í raun brotið gegn samfélaginu í heild. Samfélagið refsar því afbrotamanninum í tilraun til að ná fram einhvers konar réttmætu uppgjöri. Um leið felst í því sú von að afbrotamaðurinn og aðrir bæti hegðun sína og láti af ólögmætri háttsemi. Endanlegt markmið refsinga er þannig að lágmarka ólöglega hegðun í samfélaginu og skapa í því sátt. Til þess að refsingar geti náð þessum markmiðum er grundvallaratriði að samfélagið sjálft brjóti ekki sínar eigin reglur og hafi hreinan skjöld gagnvart sakborningum. Refsing sem knúin er fram með ólögmætum hætti, þar sem samfélagið beitir sakborning ranglæti, getur ekki náð framangreindum tilgangi sínum. Af þessu leiðir að það á að vera kappsmál fyrir réttarríkið að sjá til þess að sakborningar og grunaðir menn fái réttláta málsmeðferð. Ef sá réttur er tryggður standa meiri líkur til þess að dómsniðurstöður verði hafnar yfir allan vafa og marki þau endalok sem sakborningar, brotaþolar og samfélagið þarfnast. Réttlát málsmeðferð felur þannig í sér fyrirheit um að kveðnir verði upp réttlátir og sanngjarnir dómar. Þá á hún að standa í vegi fyrir því að saklausir menn verði ranglega sakfelldir. Mikilvægt er að hafa í huga að sakfelling einstaklinga sem ekki njóta réttlátrar málsmeðferðar er fyrst og síðast dómur yfir samfélagi okkar sem réttarríki en ekki yfir þeim einstaklingum sem sakfelldir eru. Refsidómar sem felldir eru á þessum grunni verða í tímans rás aðeins smánarblettur á sögu samfélagsins en ekki betrun eða frelsun þess dæmda. Þá marka slíkir dómar hvorki uppgjör né endalok fyrir þá sem hlut eiga að máli. Reiði okkar og refsiþörf, sama hversu réttmæt hún er, má því aldrei ná að víkja til hliðar þeim grundvallarsjónarmiðum sem samfélagið byggir á. Mannréttindabrot verður hvorki minna né ómerkilegra þegar þolandi þess er lítilmagni eða ómerkingur, keisari eða þræll. Manneskjuna, hver sem hún er, má aldrei svipta grundvallarréttindum til að sefa refsiþörf almennings eða þjóna pólitískum markmiðum. Sé það gert er réttarríkinu fórnað fyrir lítið.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar