Hvað er að náttúruverndarlögunum? Logi Már Einarsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er umdeilt og mikil óánægja með marga hluti þar hjá stórum hópi útivistarfólks. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hluti sem fólk er óánægt með. Í 32. grein kemur fram að bannað er að keyra alls staðar nema það sé sérstaklega heimilað í ríkisgagnagrunni um leiðir. Það er sem sagt allt bannað, nema það sem er sérstaklega leyft. Ekki er hefð fyrir þessari leið í íslensku réttarfari auk þess sem ákvæðið er alls ekki gott, hvorki fyrir ferðafólk né náttúruna. Ferðafólk getur fengið sektir vegna utanvegaaksturs fyrir að aka eftir slóðum sem ekki eru í ríkisgagnagrunninum. Þetta þýðir í raun að það má sekta fyrir að ferðast eftir vegslóðum, þótt engin náttúruspjöll verði af akstrinum. Hefur þú ekið fáfarna vegslóða í berjamó eða í veiðiferðum? Í refsiákvæði laganna kemur fram að ökutæki megi gera upptæk, „nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn“. Þessu er beinlínis beint gegn íslensku ferðafólki á eigin ökutækjum, en ekki t.d. að erlendum ferðamönnum sem sumir skemma jafnvel landið vísvitandi. Í 46. grein segir að tryggja skuli einveru. Hvað þýðir einvera í þessu samhengi? Ef ég fer inn á viðkomandi svæði með vini mínum, eða hópi fólks, er ég þá að njóta einveru? Þetta er huglægt mat sem á varla heima í lögum. Meingallað Tjöldunarákvæðið í 22. grein er meingallað. Aðeins má nota tvær tegundir tjalda, „hefðbundið viðlegutjald“ og „göngutjald“. Önnur tjöld, tjaldvagna o.þ.h. má ekki nota nema á skipulögðum tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa grein má jafnvel lesa út úr henni að ekki megi slá upp tjaldvagni á bílastæðinu heima hjá sér til þurrkunar, nema þar sé óræktarland. Reykvíkingar sem ekki hafa óræktarland hjá húsum sínum þurfa þá líklega að leita á tjaldstæðið í Laugardal til þurrkunar á tjaldvagni sínum. Umhverfisstofnun/-ráðherra hefur heimild til að loka heilu svæðunum, nánast án skýringa og að eigin geðþótta eins og heimild er veitt til í 25. grein. Hér er allt of opinn möguleiki á misbeitingu valds gegn ferðafólki. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við stóran hóp útivistarfólks. Það er ótrúlegt að lög sem skipta allt útivistarfólk máli skuli hafa verið unnin án samráðs við útivistarfólkið. Í 19. grein er boðið upp á þann möguleika að takmarka umferð gangandi fólks um landsvæði. Ég tel að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í löggjöf á Íslandi og gengur það þvert gegn fornum almannarétti okkar. Í almannaréttarkaflanum segir að forðast skuli að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Hvað þýðir þetta ákvæði? Er til dæmis óásættanlegt að fara með börn til fjalla, eða mega menn kallast á? Útivistarfólk er mjög ósátt við að lagaumhverfið í tengslum við ferðalög á landinu er að verða það flókið að næstum þarf að leita lögfræðilegs álits áður en haldið er í fjallaferð. Lítið samráð Af ofantalinni upptalningu má ljóst vera að lítið samráð hefur verið haft við samtök útivistarfólks við samningu frumvarpsins og ef við miðum við allar þær athugasemdir sem borist hafa við það er ljóst að ekki hefur verið haft mikið samráð við önnur þau samtök er málið varðar. Mér virðist sem aðilar málsins, þ.e. ráðuneytið annars vegar og hagsmunaaðilar hins vegar, leggi gjörólíkan skilning í hugtakið „samráð“. Í mínum huga felur samráð í sér að allir aðilar máls komi saman við samningu frumvarpsins og semji það í sameiningu, sótt sé og gefið eftir á víxl og allir fari sáttir frá borði að gjörningnum loknum. Einhvern annan skilning virðist ráðuneytið leggja í hugtakið samráð og kristallast það kannski í þeim fjölda athugasemda sem komið hafa fram við frumvarpið. Á vefsíðunni ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Ég hvet fólk til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef það er ósátt við frumvarpið. Ég hvet þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er umdeilt og mikil óánægja með marga hluti þar hjá stórum hópi útivistarfólks. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hluti sem fólk er óánægt með. Í 32. grein kemur fram að bannað er að keyra alls staðar nema það sé sérstaklega heimilað í ríkisgagnagrunni um leiðir. Það er sem sagt allt bannað, nema það sem er sérstaklega leyft. Ekki er hefð fyrir þessari leið í íslensku réttarfari auk þess sem ákvæðið er alls ekki gott, hvorki fyrir ferðafólk né náttúruna. Ferðafólk getur fengið sektir vegna utanvegaaksturs fyrir að aka eftir slóðum sem ekki eru í ríkisgagnagrunninum. Þetta þýðir í raun að það má sekta fyrir að ferðast eftir vegslóðum, þótt engin náttúruspjöll verði af akstrinum. Hefur þú ekið fáfarna vegslóða í berjamó eða í veiðiferðum? Í refsiákvæði laganna kemur fram að ökutæki megi gera upptæk, „nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn“. Þessu er beinlínis beint gegn íslensku ferðafólki á eigin ökutækjum, en ekki t.d. að erlendum ferðamönnum sem sumir skemma jafnvel landið vísvitandi. Í 46. grein segir að tryggja skuli einveru. Hvað þýðir einvera í þessu samhengi? Ef ég fer inn á viðkomandi svæði með vini mínum, eða hópi fólks, er ég þá að njóta einveru? Þetta er huglægt mat sem á varla heima í lögum. Meingallað Tjöldunarákvæðið í 22. grein er meingallað. Aðeins má nota tvær tegundir tjalda, „hefðbundið viðlegutjald“ og „göngutjald“. Önnur tjöld, tjaldvagna o.þ.h. má ekki nota nema á skipulögðum tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa grein má jafnvel lesa út úr henni að ekki megi slá upp tjaldvagni á bílastæðinu heima hjá sér til þurrkunar, nema þar sé óræktarland. Reykvíkingar sem ekki hafa óræktarland hjá húsum sínum þurfa þá líklega að leita á tjaldstæðið í Laugardal til þurrkunar á tjaldvagni sínum. Umhverfisstofnun/-ráðherra hefur heimild til að loka heilu svæðunum, nánast án skýringa og að eigin geðþótta eins og heimild er veitt til í 25. grein. Hér er allt of opinn möguleiki á misbeitingu valds gegn ferðafólki. Lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við stóran hóp útivistarfólks. Það er ótrúlegt að lög sem skipta allt útivistarfólk máli skuli hafa verið unnin án samráðs við útivistarfólkið. Í 19. grein er boðið upp á þann möguleika að takmarka umferð gangandi fólks um landsvæði. Ég tel að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist í löggjöf á Íslandi og gengur það þvert gegn fornum almannarétti okkar. Í almannaréttarkaflanum segir að forðast skuli að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Hvað þýðir þetta ákvæði? Er til dæmis óásættanlegt að fara með börn til fjalla, eða mega menn kallast á? Útivistarfólk er mjög ósátt við að lagaumhverfið í tengslum við ferðalög á landinu er að verða það flókið að næstum þarf að leita lögfræðilegs álits áður en haldið er í fjallaferð. Lítið samráð Af ofantalinni upptalningu má ljóst vera að lítið samráð hefur verið haft við samtök útivistarfólks við samningu frumvarpsins og ef við miðum við allar þær athugasemdir sem borist hafa við það er ljóst að ekki hefur verið haft mikið samráð við önnur þau samtök er málið varðar. Mér virðist sem aðilar málsins, þ.e. ráðuneytið annars vegar og hagsmunaaðilar hins vegar, leggi gjörólíkan skilning í hugtakið „samráð“. Í mínum huga felur samráð í sér að allir aðilar máls komi saman við samningu frumvarpsins og semji það í sameiningu, sótt sé og gefið eftir á víxl og allir fari sáttir frá borði að gjörningnum loknum. Einhvern annan skilning virðist ráðuneytið leggja í hugtakið samráð og kristallast það kannski í þeim fjölda athugasemda sem komið hafa fram við frumvarpið. Á vefsíðunni ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Ég hvet fólk til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef það er ósátt við frumvarpið. Ég hvet þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun