Lífið

Mary Poppins æði

Það er óhætt að fullyrða að Mary Poppins-æði eigi eftir að ganga yfir landann í kjölfar frumsýningar söngleiksins í Borgarleikhúsinu í lok febrúar.

Anthony Whiteman, aðstoðardanshöfundur úr sýningunni, ætlar að efna til dansnámskeiðs í Kramhúsinu þar sem verða kenndir dansar og stepp úr sýningunni en hann hefur dansað í stærstu söngleikjum í heimi á borð við Billy Elliot, My Fair Lady, Cats og fleiri.

Einnig hefur nótnahefti með tónlistinni úr Mary Poppins verið sent á alla tónlistarkennara á landinu og eru þeir á fullu núna að æfa lögin með nemendum sínum. Það er Agnar Már Magnússon sem stjórnar tónlistinni í sýningunni þar sem Jóhanna Vigdís Arnarsdóttir fer með hlutverk barnfóstrunnar ástsælu. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.