Hlakkar til að funda með Jóni Gnarr Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 29. janúar 2013 08:00 Bettina segist ekki hafa áhyggjur af því að þau Jón Gnarr verði uppiskroppa með umræðuefni þegar þau hittast. "Ég bjóst aldrei við að ég myndi vinna. Mig langaði bara að segja mína skoðun," segir Bettina Enriquez. Bettina er 28 ára gömul og býr í New York. Hún fæddist í Filippseyjum og á ættir sínar þangað að rekja, en fluttist þó með fjölskyldunni til Ameríku þegar hún var tveggja ára gömul. Hún er með háskólapróf í stjórnmálafræði og vinnur nú hjá Sameinuðu þjóðunum. Bettina er mikill aðdáandi borgarstjóra Reykjavíkur, Jóns Gnarr, og fylgist með honum á samskiptasíðunni Facebook. Á dögunum sló hann upp leik þar og spurði fólk hvort það væri í lagi að gera grín að öllu. Í verðlaun lofaði hann þeim sem kæmi með "bestasta" og réttasta svarið fundi með sér að launum. Bettina svaraði á réttastan hátt að mati Jóns, en alls skildu 966 eftir ummæli við spurninguna. Í innleggi sínu sagði Bettina meðal annars frá krabbameinssjúkum frænda sínum og deildi skoðun sinni um að lífið væri of skemmtilegt til að taka það alvarlega. "Ég reyni að lifa eftir því. Lífið er svo fullt af tækifærum og maður verður að grípa þau og nýta vel," segir hún. Bettina kemur til landsins ásamt bestu vinkonu sinni nú í mars, en ferðina höfðu þær bókað fyrir nokkru. "Mig hefur alltaf langað að koma til Íslands og var alveg nógu spennt fyrir, en að fá að hitta Jón Gnarr í ofanálag er ótrúlegt," segir Bettina sem heyrði fyrst af borgarstjóranum þegar vinur hennar deildi frétt á Facebook þess efnis að Jón Gnarr væri svalasti borgarstjóri í heimi. "Eftir að hafa lesið fréttina varð ég mjög forvitin um þennan mann og fór að kynna mér hann betur. Hann er einn mest uppörvandi stjórnmálamaður sem ég hef vitað um," segir hún. "Það er ótrúlega hvetjandi að heyra af stjórnmálamanni sem þorir að fara sínar eigin leiðir og hagar sér eins og manneskja en ekki einhver vél." Stöðuuppfærsla Bettinu á Facebook, þar sem hún sagði frá fyrirhuguðum fundi með borgarstjóranum, vakti mikla athygli meðal vina hennar. "Jón Gnarr er vel þekktur í mínum vinahóp svo ég hef fundið fyrir smá öfund," segir hún og hlær. "Ég er viss um að hann væri dáður um öll Bandaríkin ef fólk vissi meira um hann. Hann er óhefðbundinn og það er það sem við viljum." Sigurinn í leiknum hefur einnig skilað henni mörgum hamingjuóskum í einkaskilaboðum. "Fjöldi Íslendinga hefur sent mér póst og óskað mér til hamingju. Mér þykir ótrúlega vænt um það og það er greinilegt að Íslendingar eru upp til hópa hlýtt fólk. Ég hef í það minnsta bara góða reynslu af þeim enn sem komið er," segir hún. Jón Gnarr hyggst bjóða Bettinu á hádegisverðarfund. Spurð hvort hún sé byrjuð að undirbúa sig segist Bettina ekki hafa áhyggjur af því að þau verði uppiskroppa með umræðuefni. "Mér finnst hann svo heillandi einstaklingur að mig langar að heyra sem mest um þann mann sem hann hefur að geyma og líf hans. Hvað fékk hann til að fara út í pólitík, hvað hvetur hann til dáða, hver eru hans markmið í lífinu og þar fram eftir götunum," segir hún. Borgarstjórinn á því eflaust áhugaverðan hádegisverð í vændum.Jón Gnarr í Jedi-riddarabúning.Yfir 60.000 aðdáendur á Facebook Á samskiptasíðunni Facebook virðist vera að Jón Gnarr haldi sjálfur úti tveimur síðum. Annars vegar er það síðan Jón Gnarr, sem 62.971 hafa líkað við, og er á ensku. Á þeirri síðu blés Jón til leiksins sem Bettina vann. Svo er það síðan Dagbók borgarstjóra sem er með 33.056 aðdáendur, en hún er á íslensku. Á báðum síðum er borgarstjórinn duglegur að deila hugsunum sínum og skoðunum og mikil viðbrögð frá þeim sem skoða síðuna. Fyrir utan þessar tvær síður má svo finna fjöldann allan af síðum tileinkuðum Jóni og er allur gangur á hvort þeir sem halda síðunum úti eru aðdáendur Jóns eður ei. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
"Ég bjóst aldrei við að ég myndi vinna. Mig langaði bara að segja mína skoðun," segir Bettina Enriquez. Bettina er 28 ára gömul og býr í New York. Hún fæddist í Filippseyjum og á ættir sínar þangað að rekja, en fluttist þó með fjölskyldunni til Ameríku þegar hún var tveggja ára gömul. Hún er með háskólapróf í stjórnmálafræði og vinnur nú hjá Sameinuðu þjóðunum. Bettina er mikill aðdáandi borgarstjóra Reykjavíkur, Jóns Gnarr, og fylgist með honum á samskiptasíðunni Facebook. Á dögunum sló hann upp leik þar og spurði fólk hvort það væri í lagi að gera grín að öllu. Í verðlaun lofaði hann þeim sem kæmi með "bestasta" og réttasta svarið fundi með sér að launum. Bettina svaraði á réttastan hátt að mati Jóns, en alls skildu 966 eftir ummæli við spurninguna. Í innleggi sínu sagði Bettina meðal annars frá krabbameinssjúkum frænda sínum og deildi skoðun sinni um að lífið væri of skemmtilegt til að taka það alvarlega. "Ég reyni að lifa eftir því. Lífið er svo fullt af tækifærum og maður verður að grípa þau og nýta vel," segir hún. Bettina kemur til landsins ásamt bestu vinkonu sinni nú í mars, en ferðina höfðu þær bókað fyrir nokkru. "Mig hefur alltaf langað að koma til Íslands og var alveg nógu spennt fyrir, en að fá að hitta Jón Gnarr í ofanálag er ótrúlegt," segir Bettina sem heyrði fyrst af borgarstjóranum þegar vinur hennar deildi frétt á Facebook þess efnis að Jón Gnarr væri svalasti borgarstjóri í heimi. "Eftir að hafa lesið fréttina varð ég mjög forvitin um þennan mann og fór að kynna mér hann betur. Hann er einn mest uppörvandi stjórnmálamaður sem ég hef vitað um," segir hún. "Það er ótrúlega hvetjandi að heyra af stjórnmálamanni sem þorir að fara sínar eigin leiðir og hagar sér eins og manneskja en ekki einhver vél." Stöðuuppfærsla Bettinu á Facebook, þar sem hún sagði frá fyrirhuguðum fundi með borgarstjóranum, vakti mikla athygli meðal vina hennar. "Jón Gnarr er vel þekktur í mínum vinahóp svo ég hef fundið fyrir smá öfund," segir hún og hlær. "Ég er viss um að hann væri dáður um öll Bandaríkin ef fólk vissi meira um hann. Hann er óhefðbundinn og það er það sem við viljum." Sigurinn í leiknum hefur einnig skilað henni mörgum hamingjuóskum í einkaskilaboðum. "Fjöldi Íslendinga hefur sent mér póst og óskað mér til hamingju. Mér þykir ótrúlega vænt um það og það er greinilegt að Íslendingar eru upp til hópa hlýtt fólk. Ég hef í það minnsta bara góða reynslu af þeim enn sem komið er," segir hún. Jón Gnarr hyggst bjóða Bettinu á hádegisverðarfund. Spurð hvort hún sé byrjuð að undirbúa sig segist Bettina ekki hafa áhyggjur af því að þau verði uppiskroppa með umræðuefni. "Mér finnst hann svo heillandi einstaklingur að mig langar að heyra sem mest um þann mann sem hann hefur að geyma og líf hans. Hvað fékk hann til að fara út í pólitík, hvað hvetur hann til dáða, hver eru hans markmið í lífinu og þar fram eftir götunum," segir hún. Borgarstjórinn á því eflaust áhugaverðan hádegisverð í vændum.Jón Gnarr í Jedi-riddarabúning.Yfir 60.000 aðdáendur á Facebook Á samskiptasíðunni Facebook virðist vera að Jón Gnarr haldi sjálfur úti tveimur síðum. Annars vegar er það síðan Jón Gnarr, sem 62.971 hafa líkað við, og er á ensku. Á þeirri síðu blés Jón til leiksins sem Bettina vann. Svo er það síðan Dagbók borgarstjóra sem er með 33.056 aðdáendur, en hún er á íslensku. Á báðum síðum er borgarstjórinn duglegur að deila hugsunum sínum og skoðunum og mikil viðbrögð frá þeim sem skoða síðuna. Fyrir utan þessar tvær síður má svo finna fjöldann allan af síðum tileinkuðum Jóni og er allur gangur á hvort þeir sem halda síðunum úti eru aðdáendur Jóns eður ei.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning