Prins Póló, Benni Hemm Hemm og fjórir kanadískir tónlistarmenn spila saman á tónleikunum Sonic Waves á Faktorý í kvöld.
Kanadamennirnir komu hingað til lands gagngert til að semja og flytja ný lög með Prins og Benna. Þeir heita Mark Andrew (Woodpigeon), Laura Leif, Samantha Savage og Clinton St. John. Woodpigeon er Íslendingum að góðu kunnur eftir nokkrar heimsóknir til landsins.
Hópurinn fer til Calgary í Kanada á morgun og flytur sömu lög þar á tónleikum. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 22.
Spila með Kanadamönnum

Fleiri fréttir
