Undir kögunarhóli Haukur Eggertsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Þorsteinn Pálsson, fv. sjávarútvegsráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 12. janúar sl. þar sem hann barmar sér yfir „ráðagerðum um að vinda ofan af þeim þjóðhagslega ávinningi sem markaðslausnir í sjávarútvegi hafa skilað“. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að „[n]ytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð talið þetta ákvæði vera merkingarlaust hjal, sem þjónar þeim tilgangi einum að skreyta ræður á sjómannadögum, en í raun séu nytjastofnarnir ævarandi eign núverandi handhafa kvótans og því sé óeðlilegt að kvótaeigendur greiði nokkuð til þjóðarinnar fyrir afnot af nytjastofnunum. Kvótaeigendur urðu til sem stétt við upphaflega gjafaúthlutun kvótans á 9. áratug síðustu aldar, þegar almenningur á Íslandi var sviptur þeim rétti, sem hann hafði notið til a.m.k. 1100 ára, að gera út til fiskveiða, en sá réttur færður til þess fámenna hóps sem á örstuttu þriggja ára augnabliki í Íslandssögunni gerði út skip – sem og afkomenda þeirra. Ákvæðið um sameign þjóðarinnar kom inn í lög um stjórn fiskveiða árið 1990. Síðan þá hefur a.m.k. helmingur flokka sem sæti hafa átt á Alþingi talið að ákvæðið þýddi það sem það segir, það er eign þjóðarinnar á fisknum og þar með réttarins til auðlindarentunnar. Þá hefur meirihluti svarenda í öllum skoðanakönnunum sem undirritaður man og snerta fiskveiðimál verið á sama máli, sem endurspeglaðist í afgerandi fylgi kjósenda við auðlindaákvæðið í kosningunum um stjórnarskrárdrögin.Hálfkák og pottasull Á árunum 1991 til 2009 fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í sjávarútvegsráðuneytinu og notaði þau völd í mismunandi samsteypustjórnum til þess að standa vörð um hagsmuni kvótaeigenda. En með þeirri óbilgjörnu hagsmunagæslu og virðingarleysi við lagabókstafinn missti flokkurinn líka frumkvæðið til þess að leiða sjávarútvegsmálin til farsælla lykta á grundvelli markaðslögmála. Nú er við völd minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Samfylkingin hefur a.m.k. opinberlega verið boðberi markaðslausna í sjávarútvegi með svokallaðri fyrningarleið og síðar uppboðsleið. Slíkar gagnsæjar markaðslausnir virðast hins vegar vera eitur í beinum VG sem illu heilli hafa farið með sjávarútvegsmálin í þeirri stjórn. Því virðist fórnarkostnaðurinn við að þokast í átt að sanngjarnari úthlutun auðlindarentunnar hafa orðið óskiljanlegt hálfkák og pottasull, sem hefur tekið sorglega litlum framförum frá upphaflegu skemmdarverki Jóns Bjarnasonar á málstað þeirra sem telja nytjastofna vera sameign þjóðarinnar. Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn geta því ekki fríað sig ábyrgð á því hversu illa sé komið í sjávarútvegsmálum; þeir gerðu lausn Jóns Bjarnasonar með síðari breytingum að einu færu leiðinni til réttlætis. Vel útfærð og gagnsæ innheimta á auðlindarentu, byggð á markaðslausnum og í samræmi við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er langskynsamlegasta tekjuöflunarúrræði ríkissjóðs og gæti greitt götu lækkunar almennra skatta á fólk og fyrirtæki í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fv. sjávarútvegsráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 12. janúar sl. þar sem hann barmar sér yfir „ráðagerðum um að vinda ofan af þeim þjóðhagslega ávinningi sem markaðslausnir í sjávarútvegi hafa skilað“. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að „[n]ytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð talið þetta ákvæði vera merkingarlaust hjal, sem þjónar þeim tilgangi einum að skreyta ræður á sjómannadögum, en í raun séu nytjastofnarnir ævarandi eign núverandi handhafa kvótans og því sé óeðlilegt að kvótaeigendur greiði nokkuð til þjóðarinnar fyrir afnot af nytjastofnunum. Kvótaeigendur urðu til sem stétt við upphaflega gjafaúthlutun kvótans á 9. áratug síðustu aldar, þegar almenningur á Íslandi var sviptur þeim rétti, sem hann hafði notið til a.m.k. 1100 ára, að gera út til fiskveiða, en sá réttur færður til þess fámenna hóps sem á örstuttu þriggja ára augnabliki í Íslandssögunni gerði út skip – sem og afkomenda þeirra. Ákvæðið um sameign þjóðarinnar kom inn í lög um stjórn fiskveiða árið 1990. Síðan þá hefur a.m.k. helmingur flokka sem sæti hafa átt á Alþingi talið að ákvæðið þýddi það sem það segir, það er eign þjóðarinnar á fisknum og þar með réttarins til auðlindarentunnar. Þá hefur meirihluti svarenda í öllum skoðanakönnunum sem undirritaður man og snerta fiskveiðimál verið á sama máli, sem endurspeglaðist í afgerandi fylgi kjósenda við auðlindaákvæðið í kosningunum um stjórnarskrárdrögin.Hálfkák og pottasull Á árunum 1991 til 2009 fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í sjávarútvegsráðuneytinu og notaði þau völd í mismunandi samsteypustjórnum til þess að standa vörð um hagsmuni kvótaeigenda. En með þeirri óbilgjörnu hagsmunagæslu og virðingarleysi við lagabókstafinn missti flokkurinn líka frumkvæðið til þess að leiða sjávarútvegsmálin til farsælla lykta á grundvelli markaðslögmála. Nú er við völd minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Samfylkingin hefur a.m.k. opinberlega verið boðberi markaðslausna í sjávarútvegi með svokallaðri fyrningarleið og síðar uppboðsleið. Slíkar gagnsæjar markaðslausnir virðast hins vegar vera eitur í beinum VG sem illu heilli hafa farið með sjávarútvegsmálin í þeirri stjórn. Því virðist fórnarkostnaðurinn við að þokast í átt að sanngjarnari úthlutun auðlindarentunnar hafa orðið óskiljanlegt hálfkák og pottasull, sem hefur tekið sorglega litlum framförum frá upphaflegu skemmdarverki Jóns Bjarnasonar á málstað þeirra sem telja nytjastofna vera sameign þjóðarinnar. Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn geta því ekki fríað sig ábyrgð á því hversu illa sé komið í sjávarútvegsmálum; þeir gerðu lausn Jóns Bjarnasonar með síðari breytingum að einu færu leiðinni til réttlætis. Vel útfærð og gagnsæ innheimta á auðlindarentu, byggð á markaðslausnum og í samræmi við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er langskynsamlegasta tekjuöflunarúrræði ríkissjóðs og gæti greitt götu lækkunar almennra skatta á fólk og fyrirtæki í landinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun